Þekktur strípalingur hljóp framhjá leikmönnum United eftir 14 tíma bið Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 14:30 Olmo García mættur inn á völlinn í Granada í gærkvöld, á leik heimamanna gegn Manchester United. Getty/Álex Cámara Nakinn maður hljóp inn á völlinn eftir fimm mínútna leik hjá Granada og Manchester United á Spáni í gærkvöld, þrátt fyrir áhorfendabann á vellinum. Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01
Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55