Mikilvægasti El Clasico í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Allra augu verða á Lionel Messi í kvöld. getty/Alex Caparros Barcelona heimsækir Real Madrid á Alfredo Di Stefano völlinn í kvöld. Spænsku risarnir tveir sitja í öðru og þriðja sæti La Liga og þetta gæti verið einn mikilvægasti El Clasico leikurinn í langan tíma. Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira