Mikilvægasti El Clasico í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Allra augu verða á Lionel Messi í kvöld. getty/Alex Caparros Barcelona heimsækir Real Madrid á Alfredo Di Stefano völlinn í kvöld. Spænsku risarnir tveir sitja í öðru og þriðja sæti La Liga og þetta gæti verið einn mikilvægasti El Clasico leikurinn í langan tíma. Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira