NBA dagsins: Reykurinn af réttunum, spennusigur Boston og Denver á flugi Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Chris Paul átti ríkan þátt í sigri Phoenix Suns í nótt. Getty/Christian Petersen Tvö bestu lið vetrarins í NBA-deildinni í körfubolta buðu upp á dýrindis forsmekk að því sem koma skal í úrslitakeppninni, þegar þau áttust við í nótt. Boston Celtics unnu New York Knicks í spennuleik og Nikola Jokic leiddi Denver Nuggets að sjöunda sigrinum í röð. Í NBA dagsins má sjá svipmyndir úr stórleik Utah Jazz og Phoenix Suns, sem og úr sigri Boston gegn New York og Denver gegn San Antonio Spurs. Klippa: NBA dagsins 8. apríl Hinn 35 ára gamli Chris Paul kom til Phoenix í nóvember frá Oklahoma City Thunder og hefur reynst liðinu afar dýrmætur. Þannig var það í sigrinum á Utah þar sem hann skoraði 29 stig, meðal annars úr þriggja stiga skoti þegar mínúta var eftir af framlengingu og tveimur vítaskotum til að innsigla sigurinn. Utah er enn efst í vesturdeild með 38 sigra og 13 töp en Phoenix er með 36 sigra og 14 töp. Vel gæti farið svo að liðin leiki um vesturdeildartitilinn í úrslitakeppninni í sumar. Boston og New York berjast um að komast í hóp sex efstu liða austurdeildar, og tryggja sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 7.-10. sæti þurfa að fara í sérstakt umspil um að komast í úrslitakeppnina, og er Boston nú í 7. sæti og New York í 8. sæti en mjög stutt er í Miami Heat, Atlanta Hawks og Charlotte Hornets þar fyrir ofan. Boston 101-99 sigur í gærkvöld þar sem Jaylen Brown skoraði 32 stig og tók 10 fráköst. Mikið gekk á í lokin eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Nikola Jokic skoraði 25 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst í 106-96 sigri Denver á San Antonio. Hann vantaði því aðeins eitt frákast til að fullkomna þrettándu þrennuna sína á tímabilinu. Denver hefur nú unnið sjö leiki í röð og er fyrir ofan meistara LA Lakers, í 4. sæti vesturdeildarinnar. San Antonio er í 9. sæti. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Í NBA dagsins má sjá svipmyndir úr stórleik Utah Jazz og Phoenix Suns, sem og úr sigri Boston gegn New York og Denver gegn San Antonio Spurs. Klippa: NBA dagsins 8. apríl Hinn 35 ára gamli Chris Paul kom til Phoenix í nóvember frá Oklahoma City Thunder og hefur reynst liðinu afar dýrmætur. Þannig var það í sigrinum á Utah þar sem hann skoraði 29 stig, meðal annars úr þriggja stiga skoti þegar mínúta var eftir af framlengingu og tveimur vítaskotum til að innsigla sigurinn. Utah er enn efst í vesturdeild með 38 sigra og 13 töp en Phoenix er með 36 sigra og 14 töp. Vel gæti farið svo að liðin leiki um vesturdeildartitilinn í úrslitakeppninni í sumar. Boston og New York berjast um að komast í hóp sex efstu liða austurdeildar, og tryggja sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 7.-10. sæti þurfa að fara í sérstakt umspil um að komast í úrslitakeppnina, og er Boston nú í 7. sæti og New York í 8. sæti en mjög stutt er í Miami Heat, Atlanta Hawks og Charlotte Hornets þar fyrir ofan. Boston 101-99 sigur í gærkvöld þar sem Jaylen Brown skoraði 32 stig og tók 10 fráköst. Mikið gekk á í lokin eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Nikola Jokic skoraði 25 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst í 106-96 sigri Denver á San Antonio. Hann vantaði því aðeins eitt frákast til að fullkomna þrettándu þrennuna sína á tímabilinu. Denver hefur nú unnið sjö leiki í röð og er fyrir ofan meistara LA Lakers, í 4. sæti vesturdeildarinnar. San Antonio er í 9. sæti.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira