Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira