Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 12:04 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skartar gjarnan afar fallegum peysum, sem svo eru til þess fallnar að gleðja handóðu prjónarana. vísir/egill Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“ Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“
Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira