Ásta hefur leitað í tíu ár að líffræðilegum föður sínum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 10:56 Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir leitar uppruna síns og óskar eftir aðstoð Íslendinga. Facebook Þegar Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var 24 ára gömul, fékk hún að vita að hún væri rangfeðruð. Nú lætur hún reyna á mátt samfélagsmiðla í leitinni að líffræðilegum föður sínum. „Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“ Ástin og lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“
Ástin og lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira