Phoenix vann framlengdan toppslag og fullkomin endurkoma Durants Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 07:31 Kevin Durant fagnar með félögum sínum í endurkomuleiknum í nótt. AP/Frank Franklin II Phoenix Suns unnu framlengdan toppslag við Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 117-113. Kevin Durant lék sinn fyrsta leik fyrir Brooklyn Nets í tæpa tvo mánuði og klikkaði ekki á skoti, í afar öruggum sigri á New Orleans Pelicans, 139-111. Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira