Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 14:28 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Sincan, skammt frá Ankara, í morgun. AP/Burhan Ozbilici Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir. Tyrkland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir.
Tyrkland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent