Man City þarf ekki að vinna Meistaradeildina til að sanna að það sé meðal stærstu félaga heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Pep vill fara lengra í Meistaradeildinni en Man City hefur tekist undanfarin ár. Manchester City/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir félagið ekki þurfa að vinna Meistaradeildina til að sýna fram á að félagið sé eitt af þeim stærstu í heimi. Það mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum í kvöld. Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira