Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga? Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 21:43 Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Getty New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“ Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla. Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla.
Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira