Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Gonzaga sem á enn möguleika á hinu fullkomna tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 10:01 Jalen Suggs mun líklega aldrei skora aðra eins körfu og hann gerði í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Gonzaga Bulldogs er komið í úrslitaleik marsfársins í körfubolta. Flautukarfa Jalen Suggs sem tryggði Gonzaga sigur gegn UCLA í framlengdum leik var ekkert annað en stórkostleg, hana má sjá hér að neðan ásamt öllu því helsta úr leiknum. Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins