Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:23 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Tímamót Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Tímamót Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira