Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 10:16 Utah Jazz setti félagsmet í nótt og Donovan Mitchell var stigahæstur að venju. Alex Goodlett/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir. Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir.
Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira