Framsýn og loftslagsvæn löggjöf Edda Sif Aradóttir skrifar 3. apríl 2021 09:01 Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar