„Þetta er búið, Jogi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 13:00 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar en gæti það gerst fyrrr? Alex Grimm/Getty Images Það var ekki bjart yfir þýskum fjölmiðlum er þeir fjölluðu um þýska landsliðið í knattspyrnu sem tapaði fyrir Norður Makedóníu, 2-1, á heimavelli á miðvikudag. Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021 Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021
Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira