Everton gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í fyrsta leiknum liðsins eftir landsleikjahlé. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í fyrri hálfleik og spilaði í klukkutíma.
Everton hafði fyrir leikinn í kvöld tapað þremur leikjum í röð en liðið hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli í vetur.
Staðan var markalaus í hálfleik en James Rodriguez kom Everton yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu fyrirliðans Seamus Coleman.
Gestirnir jöfnuðu hins vegar fjórum mínútum fyrir leikslok. Þar var að verki Michy Bathusyai og lokatölur 1-1.
Gylfi Þór byrjaði á bekknum en kom inn á eftir rúmlega hálftíma leik er Andre Gomes meiddist.
Everton er í áttunda sætinu með 47 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sætinu.
Palace er í tólfta sætinu með 36 stig.
FT! Everton 1-1 Crystal Palace.
— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2021
Points shared. Everton's bid for European football takes another hit.#EVECRY #bbcfootball