Tottenham varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 15:10 Harry Kane skoraði tvívegis í dag en er hér að leita að stigunum sem Tottenham tapaði þar sem Newcastle jafnaði metin seint í leiknum. EPA-EFE/Peter Powell Newcastle United og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust á St. James´s Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Joelinton kom Newcastle yfir á 28. mínútu en Harry Kane jafnaði eftir glæpsamlegan varnarleik heimamanna skömmu síðar. Kane bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Tottenham á 34. mínútu. Staðan orðin 2-1 gestunum í vil og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik lögðust Tottenham til baka og buðu hættunni einfaldlega heim. Á endanum fór það svo að Newcastle jafnaði en Joseph Willock þrumaði knettinum í slá og inn þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Ninth goal Spurs have conceded after the 80th minute in the league this season.All but one of the previous eight have been crucial to the final result (an equaliser or match-winner).— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) April 4, 2021 Staðan orðin 2-2 en það var eins og leikmenn Tottenham væru einfaldlega að bíða eftir jöfnunarmarkinu þar sem Newcastle fékk fjölda færa til að jafna metin. Alls áttu heimamenn yfir 20 skot í leiknum þó ekki öll þeirra hafi ratað á markið. Mikilvægt stig fyrir Newcastle í fallbaráttunni en Tottenham hefði komist í Meistaradeildarsæti með sigri. Concede 86th minute equalizer to Arsenal-loanee Joe Willock Miss chance to move into top fourSpurs mood: pic.twitter.com/8rwgFhNmfu— B/R Football (@brfootball) April 4, 2021 Þess í stað eru lærisveinar José Mourinho í 5. sæti með 49 stig, tveimur minna en Chelsea sem er sæti ofar. Newcastle er í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn Fótbolti
Newcastle United og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust á St. James´s Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Joelinton kom Newcastle yfir á 28. mínútu en Harry Kane jafnaði eftir glæpsamlegan varnarleik heimamanna skömmu síðar. Kane bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Tottenham á 34. mínútu. Staðan orðin 2-1 gestunum í vil og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik lögðust Tottenham til baka og buðu hættunni einfaldlega heim. Á endanum fór það svo að Newcastle jafnaði en Joseph Willock þrumaði knettinum í slá og inn þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Ninth goal Spurs have conceded after the 80th minute in the league this season.All but one of the previous eight have been crucial to the final result (an equaliser or match-winner).— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) April 4, 2021 Staðan orðin 2-2 en það var eins og leikmenn Tottenham væru einfaldlega að bíða eftir jöfnunarmarkinu þar sem Newcastle fékk fjölda færa til að jafna metin. Alls áttu heimamenn yfir 20 skot í leiknum þó ekki öll þeirra hafi ratað á markið. Mikilvægt stig fyrir Newcastle í fallbaráttunni en Tottenham hefði komist í Meistaradeildarsæti með sigri. Concede 86th minute equalizer to Arsenal-loanee Joe Willock Miss chance to move into top fourSpurs mood: pic.twitter.com/8rwgFhNmfu— B/R Football (@brfootball) April 4, 2021 Þess í stað eru lærisveinar José Mourinho í 5. sæti með 49 stig, tveimur minna en Chelsea sem er sæti ofar. Newcastle er í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti