Eigendurnir í NFL-deildinni samþykktu að fara í sautján leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 11:30 Hinn síungii Tom Brady þarf að spila einum leik meira í titilvörninni á næstu leiktíð. AP/Mark LoMoglio Eigendur NFL-deildarinnar ættu að fá enn meiri pening í vasann eftir að þeir komu í gegn breytingu um fleiri leiki í deildinni. Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum. NFL Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum.
NFL Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira