Guardiola: Agüero gerði eins og Messi og Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 09:30 Sergio Agüero hefur verið magnaður undanfarin áratug með Manchester City. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fór að tala um þá allra stærstu í fótboltasögunni þegar hann ræddi áhrif Argentínumannsins Sergio Agüero í ensku úrvalsdeildinni. Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira
Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira