Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og að loknum fyrsta leikhluta voru gestirnir 11 stigum yfir, staðan þá 20-31. Heimamenn komu til baka í öðrum leikhluta munaði aðeins stigi á liðunum í hálfleik, staðan þá 52-51 gestunum í vil.
Í síðari hálfleik voru heimamenn í Zaragoza mun sterkari aðilinn og unnu á endanum það sem kalla mætti þægilegan 15 stiga sigur, lokatölur 103-88.
Zaragoza er því enn á toppi L-riðils með þrjá sigra að loknum fjórum leikjum og stefnir í að fljúgi áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Tryggvi Snær lék aðeins átta og hálfa mínútu í dag en gerði sjö stig og tók fimm fráköst á þem tíma.