Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira