Fyrir leikinn gegn Íslandi á fimmtudagskvöldið voru leikmenn Þýskalands í treyjum sem stóð á „Human Rights“.
Þeir eru ekki eina liðið sem hefur mótmælt mótinu í Katar en Norðmenn hafa einnig gert það.
Kimich segir þó að allt tal um að sniðganga mótið sé að koma of seint.
„Það er tíu árum of seint að sniðganga mótið. Þetta hefði átt að koma upp er Katar fékk HM en nú er lokamótið handan við hornið svo nú snýst þetta um að vekja athygli á þessu og þar berum við fótboltamenn ábyrgð,“ sagði Joshua.
„Við þurfum að bera ábyrgð og ekki bara fótboltamenn heldur einnig annað fólk eins og til að mynda fjölmiðlar,“ bætti Kimmich við.
Annað kvöld spilar Þýskaland gegn Rúmeníu í riðli okkar Íslendinga en Ísland mætir Armeníu.
Germany join Norway in protesting Qatar's human rights record before their World Cup qualifier. pic.twitter.com/p6t7Tg5eUG
— ESPN FC (@ESPNFC) March 25, 2021