Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 13:08 Kamilla var gestur hlaðvarpsins Eigin konur. Þar ræddi hún ítarlega upplifun sína af grófu ofbeldissambandi sem hófst snemma á unglingsárum hennar. Skjáskot Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni. Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni.
Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52