Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:00 Ever Given strandaði í skurðinum og hefur stöðvað alla skipaumferð um svæðið. epa/Khaled Elfiqi Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira