Slökkt á ljósum annað kvöld í þágu náttúrunnar Heimsljós 26. mars 2021 10:57 Allir jarðarbúar eru hvattir til að slökkva ljósin annað kvöld til að minna á orku- og loftslagsmál. „Stund jarðar“ verður haldin annað kvöld, laugardaginn 27. mars, en þá eru allir jarðarbúar hvattir til þess að slökkva ljósin í eina klukkustund, frá 20:30 til 21:30. Þetta er í fimmtánda sinn sem ljós eru slökkt í þeim tilgangi að sýna samstöðu mannkyns um nauðsyn þess að náttúran sé ávallt í öndvegi. Markmiðið með átakinu er að senda áhrifafólki um heim allan öflug skilaboð: að grípa verði til aðgerða í þágu loftslagsins og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Árið 2020 tóku 190 ríki þátt í átakinu og slökktu ljósin, ekki til að spara orku, heldur til að lýsa stuðningi við málefnin með táknrænum hætti. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að búast megi við að afdrifaríkar ákvarðanir verði teknar í ár um loftslagsaðgerðir, náttúruna og sjálfbæra þróun. Þessar ákvarðanir kunna að marka braut mannkynsins og plánetunnar næstu ár og áratugi. Fimmtánda heimsmarkmiðin snýr að lífi á landi. Þar er kveðið á um aðgerðir til að spyrna við fótum í þágu lífríkisins. Í frétt UNRIC segir að áður en kórónuveirufaraldurinn braust út hafi verið talið að 31 þúsund allra þekktra lífvera væru í útrýmingarhættu. Þar að auki hafa 100 milljónir hektarar skóglendis tapast frá því aldamótaárið 2000, auk þess sem einungis þriðjungur þátttökuríkja hafi náð landsmarkmiðum sínum um viðspyrnu við hnignun lífríkisins. Að sögn UNRIC hefur átakið átt sinn þátt í að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar og þoka málinu efst á forgangslista alheimsmála. Hreyfingin hafi stuðlað að stofnun 3,5 milljón hektara verndar-hafsvæðis í Argentínu og 2,700 hektara „Stundar jarðar“-skógar í Úganda. Auk þess er nefnt bann við notkun plasts á Galapagos-eyjum og gróðursetning 17 milljóna trjáa í Kasakstan í frétt UNRIC. Allir eru hvattir til þess að taka þátt í „Stund jarðar“ annað kvöld með því að slökkva ljósin milli hálf níu og hálf tíu og taka þátt í umræðu á samfélagsmeðlimum. Myllumerkin eru #EarthHour #Connect2Earth og #TogetherPossible. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
„Stund jarðar“ verður haldin annað kvöld, laugardaginn 27. mars, en þá eru allir jarðarbúar hvattir til þess að slökkva ljósin í eina klukkustund, frá 20:30 til 21:30. Þetta er í fimmtánda sinn sem ljós eru slökkt í þeim tilgangi að sýna samstöðu mannkyns um nauðsyn þess að náttúran sé ávallt í öndvegi. Markmiðið með átakinu er að senda áhrifafólki um heim allan öflug skilaboð: að grípa verði til aðgerða í þágu loftslagsins og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Árið 2020 tóku 190 ríki þátt í átakinu og slökktu ljósin, ekki til að spara orku, heldur til að lýsa stuðningi við málefnin með táknrænum hætti. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að búast megi við að afdrifaríkar ákvarðanir verði teknar í ár um loftslagsaðgerðir, náttúruna og sjálfbæra þróun. Þessar ákvarðanir kunna að marka braut mannkynsins og plánetunnar næstu ár og áratugi. Fimmtánda heimsmarkmiðin snýr að lífi á landi. Þar er kveðið á um aðgerðir til að spyrna við fótum í þágu lífríkisins. Í frétt UNRIC segir að áður en kórónuveirufaraldurinn braust út hafi verið talið að 31 þúsund allra þekktra lífvera væru í útrýmingarhættu. Þar að auki hafa 100 milljónir hektarar skóglendis tapast frá því aldamótaárið 2000, auk þess sem einungis þriðjungur þátttökuríkja hafi náð landsmarkmiðum sínum um viðspyrnu við hnignun lífríkisins. Að sögn UNRIC hefur átakið átt sinn þátt í að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar og þoka málinu efst á forgangslista alheimsmála. Hreyfingin hafi stuðlað að stofnun 3,5 milljón hektara verndar-hafsvæðis í Argentínu og 2,700 hektara „Stundar jarðar“-skógar í Úganda. Auk þess er nefnt bann við notkun plasts á Galapagos-eyjum og gróðursetning 17 milljóna trjáa í Kasakstan í frétt UNRIC. Allir eru hvattir til þess að taka þátt í „Stund jarðar“ annað kvöld með því að slökkva ljósin milli hálf níu og hálf tíu og taka þátt í umræðu á samfélagsmeðlimum. Myllumerkin eru #EarthHour #Connect2Earth og #TogetherPossible. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent