„Þetta er bara rothögg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 10:22 Skíðasvæði landsins eru lokuð vegna hertra samkomutakmarkana. Vísir/Vilhelm Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. „Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira