„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:20 Davíð Snorri horfði á björtu hliðarnar á blaðamannafundi að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í kvöld. vísir/Sigurjón Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira