Fótbolti.net greindi frá og var tekið undir þá staðhæfingu í útsendingu RÚV frá leiknum. Mikael hefur nú sjálfur tekið fyrir að hafa verið meiddur og talar um falsfréttir.
Fake news. https://t.co/86m0EQHVpT
— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) March 25, 2021
Ísland tapaði eins og áður sagði 4-1 gegn Rússlandi og átti því miður í raun ekki roð í öflugt lið Rússa. Einföld mörk undir lok fyrri hálfleiks þýddu að sigur var í raun ekki möguleiki er flautað var til hálfleiks.
Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var sagt frá því að Mikael væri meiddur á nára og þess vegna á varamannabekk Íslands. Því hefur nú verið breytt.