Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. mars 2021 14:00 Fram og KA hafa leikið einum leik færra en hin tíu liðin í Olís-deild karla. Því telst mótið ekki enn gilt. vísir/elín Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira