Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 15:23 Dráttarbátar reyndu að koma Ever Given aftur á flot á háflóði í morgun. AP/Stjórn Súesskurðarins Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00