Sara sýndi myndbandið af því þegar hún sleit krossbandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu þar sem hún fór yfir meiðslin og framhaldið. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missir af öllu 2021 tímabilinu eftir að hún sleit krossband á æfingu aðeins tveimur dögum áður en nýtt tímabil hófst. Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu. CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sjá meira
Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu.
CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sjá meira
Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30
Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31