Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:05 Reglugerð ráðherra gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta í rými á veitingastöðum verði tuttugu manns. Sóttvarnalæknir lagði til að hámarkið yrði tíu manns. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“