Ríkisstjórnin er á fundi sem hófst í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu klukkan 13.
Sautján greindust smitaðir innanlands í gær og voru þrír utan sóttkvíar. Svandís tjáði fréttastofu í aðdraganda ríkisstjórnarfundarins að grípa þyrfti til aðgerða.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu að neðan.