Flestir úr Breiðabliki í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Willum Þór Willumsson er einn sex uppaldra Blika í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. vísir/bára Flestir í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins, sem hefur leik á EM í dag, koma úr Breiðabliki. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson
EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira