Anníe Mist góð í 21.2: Mamman var betri en allar hinar íslensku stelpurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hún eignaðist í ágúst síðastliðnum. Anníe Mist er byrjuð að láta til sína taka í The Open. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit mamman stóð sig best af öllum íslensku CrossFit stjörnunum í 21.2 í CrossFit Open í ár og gerði líka betur en fyrir fjórum árum. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í öðrum hluta opna hluta heimsleikanna í CrossFit en keppendur hafa nú skilað inn æfingunni sinni. Anníe Mist kláraði 20.2 á 9 mínútum og 36 sekúndum sem var tuttugasti besti árangurinn í öðrum hlutanum í öllum heiminum. Næst á eftir henni var heimsmeistarinn í 20.1, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, sem kláraði á 9 mínútum og 56 sekúndum sem skilaði henni 44. sætinu í öðrum hlutanum. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 63. sæti í 20.2 á tíu mínútum og fimm sekúndum en hún var þremur sekúndum á undan Katrínu Tönju sem endaði í 67. sætinu. Tanja Davíðsdóttir varð síðan fimmta af íslensku stelpunum í 241. sæti á 10 mínútum og 51 sekúndu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann náði 25. sætinu á 9 mínútum og 39 sekúndum. Næsti íslenski karlinn varð Sigurður Hjörtur Þrastarson í 252. sæti á 10:32 og Ingimar Jónsson endaði í 421. sætinu á 10:48. Anníe Mist lenti í smá erfiðleikum með 20.1 sem hentaði henni illa vegna þess að hún er að koma til baka eftir barnsburð en 20.2 hentaði nýju mömmunni miklu betur. Hún fagnaði því líka sérstaklega á samfélagsmiðlum sínum að hafa bætt sinn árangur í þessari æfingu. 21.2 var sama æfing og 17.1 á Open fyrir fjórum árum. Þetta er einn af þessum litlu sigrum sem Anníe Mist hefur talað um í endurkomu sinni og sýnir henni og öðrum að hún er á réttri leið. „Held ég sé heimsins stoltasta vinkona,“ skrifaði Katrín Tanja við færsluna en Katrín sjálf kláraði æfinguna 32 sekúndum á eftir Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færslu Anníe Mist með myndbandi af henni að gera æfinguna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í öðrum hluta opna hluta heimsleikanna í CrossFit en keppendur hafa nú skilað inn æfingunni sinni. Anníe Mist kláraði 20.2 á 9 mínútum og 36 sekúndum sem var tuttugasti besti árangurinn í öðrum hlutanum í öllum heiminum. Næst á eftir henni var heimsmeistarinn í 20.1, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, sem kláraði á 9 mínútum og 56 sekúndum sem skilaði henni 44. sætinu í öðrum hlutanum. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 63. sæti í 20.2 á tíu mínútum og fimm sekúndum en hún var þremur sekúndum á undan Katrínu Tönju sem endaði í 67. sætinu. Tanja Davíðsdóttir varð síðan fimmta af íslensku stelpunum í 241. sæti á 10 mínútum og 51 sekúndu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann náði 25. sætinu á 9 mínútum og 39 sekúndum. Næsti íslenski karlinn varð Sigurður Hjörtur Þrastarson í 252. sæti á 10:32 og Ingimar Jónsson endaði í 421. sætinu á 10:48. Anníe Mist lenti í smá erfiðleikum með 20.1 sem hentaði henni illa vegna þess að hún er að koma til baka eftir barnsburð en 20.2 hentaði nýju mömmunni miklu betur. Hún fagnaði því líka sérstaklega á samfélagsmiðlum sínum að hafa bætt sinn árangur í þessari æfingu. 21.2 var sama æfing og 17.1 á Open fyrir fjórum árum. Þetta er einn af þessum litlu sigrum sem Anníe Mist hefur talað um í endurkomu sinni og sýnir henni og öðrum að hún er á réttri leið. „Held ég sé heimsins stoltasta vinkona,“ skrifaði Katrín Tanja við færsluna en Katrín sjálf kláraði æfinguna 32 sekúndum á eftir Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færslu Anníe Mist með myndbandi af henni að gera æfinguna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira