Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 07:30 Miðherjinn frábæri Nikola Jokic bendir John Goble dómara á eitthvað í leik með Denver Nuggets liðinu. AP/David Zalubowski Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira