Bale stefnir á að snúa aftur til Real Madrid þegar tímabilinu lýkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Gareth Bale stefnir ekki á að leika með Tottenham á næstu leiktíð. EPA-EFE/Neil Hall Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar. Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira