Enginn með brasilíska afbrigðið alvarlega veikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 15:06 Álverið á Reyðarfirði þangað sem verið var að flytja súrrálið. Vísir/JóhannK Læknir og hjúkrunarfræðingur, sem bæði hafa verið bólusett fyrir kórónuveirunni, fóru um borð í súrálsskip frá Brasilíu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við komu skipsins til Reyðarfjarðar á laugardag. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum. Sjö af tíu sem greindust með Covid-19 við komu skipsins höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Von er á niðurstöðum seint í dag eða kvöld. Raðgreiningu á laugardagssýnunum er lokið og reyndist um brasilískt afbrigði veirunnar að ræða. Við komu skipsins á laugardag fór hafnsögumaður um borð sem og læknir, hjúkrunarfræðingur og lögreglumaður. Allir fylgdu þeir ítrustu sóttvörnum í samræmi við leiðbeiningar og búnir hlífðarfatnaði. Hafnsögumaður fór í sóttkví í kjölfarið þar sem hann hefur ekki fengið bólusetningu vegna COVID-19. Aðrir er um borð fóru eru bólusettir og því ekki í sóttkví. Hafþór Eide Hansson hafnsögumaður tjáði Vísi skoðun sína í gær að ekki ætti að senda fólk um borð í skip sem þessi ef ekki er búið að bólusetja það. Hann lýsti því sömuleiðis að hann hefði ekki fengið upplýsingar nema eftir krókaleiðum um að áhöfnin væri veik. „Fréttir hafa borist af því að upplýsingar um veikindi skipverja um borð hafi ekki borist yfirvöldum í samræmi við venju og verklag. Sá þáttur er nú til skoðunar hjá Landhelgisgæslu og Samgöngustofu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Læknir og hjúkrunarfræðingur munu í dag fara að nýju um borð til að meta ástand og líðan skipverja og veita aðhlynningu eftir þörfum. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03 Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við komu skipsins til Reyðarfjarðar á laugardag. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum. Sjö af tíu sem greindust með Covid-19 við komu skipsins höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Von er á niðurstöðum seint í dag eða kvöld. Raðgreiningu á laugardagssýnunum er lokið og reyndist um brasilískt afbrigði veirunnar að ræða. Við komu skipsins á laugardag fór hafnsögumaður um borð sem og læknir, hjúkrunarfræðingur og lögreglumaður. Allir fylgdu þeir ítrustu sóttvörnum í samræmi við leiðbeiningar og búnir hlífðarfatnaði. Hafnsögumaður fór í sóttkví í kjölfarið þar sem hann hefur ekki fengið bólusetningu vegna COVID-19. Aðrir er um borð fóru eru bólusettir og því ekki í sóttkví. Hafþór Eide Hansson hafnsögumaður tjáði Vísi skoðun sína í gær að ekki ætti að senda fólk um borð í skip sem þessi ef ekki er búið að bólusetja það. Hann lýsti því sömuleiðis að hann hefði ekki fengið upplýsingar nema eftir krókaleiðum um að áhöfnin væri veik. „Fréttir hafa borist af því að upplýsingar um veikindi skipverja um borð hafi ekki borist yfirvöldum í samræmi við venju og verklag. Sá þáttur er nú til skoðunar hjá Landhelgisgæslu og Samgöngustofu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Læknir og hjúkrunarfræðingur munu í dag fara að nýju um borð til að meta ástand og líðan skipverja og veita aðhlynningu eftir þörfum.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03 Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15