Houston tókst loksins að vinna leik eftir tuttugu töp í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 07:30 John Wall faðmar Stephen Silas þjálfara eftir langþráðan sigur Houston Rockets liðsins í nótt. AP/Bob Levey Houston Rockets vann langþráðan sigur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Los Angeles Clippers endaði átta leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með magnaðri endurkomu í seinni hálfleik. Houston Rockets endaði tuttugu leikja taphrinu með 117-99 sigri á Toronto Raptors. John Wall náði þar sinni fyrstu þrennu í fimm ár en hann var með 19 stig, 10 stoðsendingar og 11 fráköst. Rockets liðið var farið að nálgast NBA-metið en þetta er níunda lengsta taphrina sögunnar. Philadelphia 76ers á enn metið en liðið tapaði 28 leikjum í röð árið 2015. John Wall triple-double 19 PTS, 11 REB, 10 AST from @JohnWall fuels the @HoustonRockets win. pic.twitter.com/7CvcRujbXa— NBA (@NBA) March 23, 2021 Stephen Silas, þjálfara Houston Rockets, fannst lið hans sjá réttu merkin á lofti þegar Danuel House Jr. setti niður skot af fimmtán metra skot á flautu fyrri hálfleiks. „Ég hugsaði: Vá, kannski er þetta kvöldið. Þetta var eins og eitthvað sérstakt hefði gerst fyrir okkur. Þetta var líka mjög sérstakt kvöld eftir öll þessi töp í röð,“ sagði Stephen Silas. Houston Rockets hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar. @terance_mann (21 PTS, 10 REB) & @LukeKennard5 (20 PTS, 8-8 FGM) spark the @LAClippers 22-point come from behind W vs. ATL! pic.twitter.com/Dybjg1aUnW— NBA (@NBA) March 23, 2021 Kawhi Leonard skoraði 25 stig og Terance Mann var með 21 stig þegar Los Angeles Clippers vann upp 22 stiga forskot Atlanta Hawks og tryggði sér 119-110 sigur. Luke Kennard hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 20 stig fyrir Clippers liðið í seinni hálfleik. Trae Young skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar og John Collins var með 23 stig fyrir Atlanta Hawks en þetta var fyrsta tap liðsins í marsmánuði eftir átta sigurleiki í röð. Nate McMillan tók við Hawks liðinu og byrjaði frábærlega en sá nú liðið sitt tapa í fyrsta sinn eftir hrun í seinni hálfleik sem Clippers vann 71-47. Morant & Brooks help the @memgrizz outlast Boston in OT!@JaMorant: 29 PTS, 5 REB, 9 AST@dillonbrooks24: 24 PTS, 7 REB, 7 AST pic.twitter.com/Hfx6Ipbt7g— NBA (@NBA) March 23, 2021 Ja Morant var með 29 stig og 9 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-126 sigur á Boston Celtics í framlengdum leik. Dillon Brooks bætti við 24 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum í þriðja sigri Grizzlies í síðustu fjórum leikjum. Jonas Valanciunas var með 16 stig og 19 fráköst. Jaylen Brown var stigahæstur hjá Boston með 27 stig og Jeff Teague skoraði 26 stig. Celtics liðið lék án Kemba Walker og Jayson Tatum var veikur. Þetta var sjötta tap Boston í röð þegar liðið er að spila annað kvöldið í röð. @Jrue_Holiday11 posts 28 PTS and a season-high 14 AST in the @Bucks 7th consecutive win! #FearTheDeer pic.twitter.com/8anzNBCLr3— NBA (@NBA) March 23, 2021 Milwaukee Bucks vann sinn sjöunda leik í röð og það þrátt fyrir að leika án Giannis Antetokounmpo. Jrue Holiday var með 28 stig og 14 stoðsendingar í 140-113 sigri Bucks á Indiana Pacers. Pat Connaughton kom inn í byrjunarliðið fyrir Giannis, skoraði 20 stig, tók 9 fráköst og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Career-high in blocks and near triple-double for @rudygobert27!21 PTS | 10 REB | 9 BLK | UTA W pic.twitter.com/1B8JokgUmm— NBA (@NBA) March 23, 2021 Donovan Mitchell skoraði 30 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 10 fráköst og 9 varin skot þegar Utah Jazz vann 120-95 útisigur á Chicago Bulls. Utah er með besta árangurinn í Vesturdeildinni og vann þarna sinn annan leik í röð og er að komast aftur í gang eftir að hafa tapað fimm af átta leikjum þar á undan. Haliburton career-high! @TyHaliburton22 goes for 28 PTS on 11-15 shooting as the @SacramentoKings beat CLE. #NBARooks pic.twitter.com/11P4BHisrv— NBA (@NBA) March 23, 2021 @gordonhayward & @T_Rozzay3 propel the @hornets past SAS! #AllFly Hayward: 27 PTS, 7 REB, 6 ASTRozier: 24 PTS (14 in 14th) pic.twitter.com/CQctbQmG1H— NBA (@NBA) March 23, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Toronto Raptors 117-99 Memphis Grizzlies - Boston Celtics 132-126 Milwaukee Bucks - Indiana Pacers 140-113 Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 119-110 Chicago Bulls - Utah Jazz 95-120 San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 97-100 Cleveland Cavaliers - Sacramento Kings 105-119 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 103-112 7 W s in a row for the @Bucks! pic.twitter.com/vSQKOwEHI5— NBA (@NBA) March 23, 2021 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Houston Rockets endaði tuttugu leikja taphrinu með 117-99 sigri á Toronto Raptors. John Wall náði þar sinni fyrstu þrennu í fimm ár en hann var með 19 stig, 10 stoðsendingar og 11 fráköst. Rockets liðið var farið að nálgast NBA-metið en þetta er níunda lengsta taphrina sögunnar. Philadelphia 76ers á enn metið en liðið tapaði 28 leikjum í röð árið 2015. John Wall triple-double 19 PTS, 11 REB, 10 AST from @JohnWall fuels the @HoustonRockets win. pic.twitter.com/7CvcRujbXa— NBA (@NBA) March 23, 2021 Stephen Silas, þjálfara Houston Rockets, fannst lið hans sjá réttu merkin á lofti þegar Danuel House Jr. setti niður skot af fimmtán metra skot á flautu fyrri hálfleiks. „Ég hugsaði: Vá, kannski er þetta kvöldið. Þetta var eins og eitthvað sérstakt hefði gerst fyrir okkur. Þetta var líka mjög sérstakt kvöld eftir öll þessi töp í röð,“ sagði Stephen Silas. Houston Rockets hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar. @terance_mann (21 PTS, 10 REB) & @LukeKennard5 (20 PTS, 8-8 FGM) spark the @LAClippers 22-point come from behind W vs. ATL! pic.twitter.com/Dybjg1aUnW— NBA (@NBA) March 23, 2021 Kawhi Leonard skoraði 25 stig og Terance Mann var með 21 stig þegar Los Angeles Clippers vann upp 22 stiga forskot Atlanta Hawks og tryggði sér 119-110 sigur. Luke Kennard hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 20 stig fyrir Clippers liðið í seinni hálfleik. Trae Young skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar og John Collins var með 23 stig fyrir Atlanta Hawks en þetta var fyrsta tap liðsins í marsmánuði eftir átta sigurleiki í röð. Nate McMillan tók við Hawks liðinu og byrjaði frábærlega en sá nú liðið sitt tapa í fyrsta sinn eftir hrun í seinni hálfleik sem Clippers vann 71-47. Morant & Brooks help the @memgrizz outlast Boston in OT!@JaMorant: 29 PTS, 5 REB, 9 AST@dillonbrooks24: 24 PTS, 7 REB, 7 AST pic.twitter.com/Hfx6Ipbt7g— NBA (@NBA) March 23, 2021 Ja Morant var með 29 stig og 9 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-126 sigur á Boston Celtics í framlengdum leik. Dillon Brooks bætti við 24 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum í þriðja sigri Grizzlies í síðustu fjórum leikjum. Jonas Valanciunas var með 16 stig og 19 fráköst. Jaylen Brown var stigahæstur hjá Boston með 27 stig og Jeff Teague skoraði 26 stig. Celtics liðið lék án Kemba Walker og Jayson Tatum var veikur. Þetta var sjötta tap Boston í röð þegar liðið er að spila annað kvöldið í röð. @Jrue_Holiday11 posts 28 PTS and a season-high 14 AST in the @Bucks 7th consecutive win! #FearTheDeer pic.twitter.com/8anzNBCLr3— NBA (@NBA) March 23, 2021 Milwaukee Bucks vann sinn sjöunda leik í röð og það þrátt fyrir að leika án Giannis Antetokounmpo. Jrue Holiday var með 28 stig og 14 stoðsendingar í 140-113 sigri Bucks á Indiana Pacers. Pat Connaughton kom inn í byrjunarliðið fyrir Giannis, skoraði 20 stig, tók 9 fráköst og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Career-high in blocks and near triple-double for @rudygobert27!21 PTS | 10 REB | 9 BLK | UTA W pic.twitter.com/1B8JokgUmm— NBA (@NBA) March 23, 2021 Donovan Mitchell skoraði 30 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 10 fráköst og 9 varin skot þegar Utah Jazz vann 120-95 útisigur á Chicago Bulls. Utah er með besta árangurinn í Vesturdeildinni og vann þarna sinn annan leik í röð og er að komast aftur í gang eftir að hafa tapað fimm af átta leikjum þar á undan. Haliburton career-high! @TyHaliburton22 goes for 28 PTS on 11-15 shooting as the @SacramentoKings beat CLE. #NBARooks pic.twitter.com/11P4BHisrv— NBA (@NBA) March 23, 2021 @gordonhayward & @T_Rozzay3 propel the @hornets past SAS! #AllFly Hayward: 27 PTS, 7 REB, 6 ASTRozier: 24 PTS (14 in 14th) pic.twitter.com/CQctbQmG1H— NBA (@NBA) March 23, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Toronto Raptors 117-99 Memphis Grizzlies - Boston Celtics 132-126 Milwaukee Bucks - Indiana Pacers 140-113 Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 119-110 Chicago Bulls - Utah Jazz 95-120 San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 97-100 Cleveland Cavaliers - Sacramento Kings 105-119 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 103-112 7 W s in a row for the @Bucks! pic.twitter.com/vSQKOwEHI5— NBA (@NBA) March 23, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Toronto Raptors 117-99 Memphis Grizzlies - Boston Celtics 132-126 Milwaukee Bucks - Indiana Pacers 140-113 Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 119-110 Chicago Bulls - Utah Jazz 95-120 San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 97-100 Cleveland Cavaliers - Sacramento Kings 105-119 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 103-112
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira