Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 20:40 Lárus er að gera góða hluti í Þorlákshöfn. vísir/hulda margrét Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. „Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sjá meira
„Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00