Virðingin fyrir náttúrunni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun