„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. mars 2021 06:01 Þorsteinn V. Einarsson talar um fordóma gegn femínisma, rótgrónar karlmennsku hugmyndir og hvernig hann sem maki og faðir hefur þurft að vinna í sér til þess að deila ábyrgð og mæta konu sinni. Vilhelm/Vísir „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og í dag heldur hann einnig úti Instagram síðunni Karlmennskan. Ásamt þessu vinnur Þorsteinn við þáttagerð og tímakennslu. Þegar við Þorsteinn hittumst sagðist hann hafa hikað og verið efins að mæta í viðtal hjá Makamálum á Vísi. Haft smá fordóma og ekki alveg skilið hvers vegna viðtal um femínisma passaði inn á þetta svæði. Ég útskýrði: „Makamál er svæði á Vísi þar sem við skrifum um allt sem passar undir ástina og lífið. Hvort sem það eru sambönd, samskipti, kynlíf, fæðingar, föðurhlutverk eða eitthvað annað. Núna langar okkur að fjalla um femínisma, fordóma, mental-load og ráðandi karlmennsku í samböndum.“ Þorsteinn brosti og ég sá strax að hann var tilbúinn að tala, hann skildi núna. Við byrjuðum á því að tala aðeins um þessa fordóma. Fordómana sem læðast aftan að okkur þegar við skiljum ekki alveg og vitum ekki alveg. Þorsteinn hefur haldið úti Instagram-síðunni Karlmennskan síðustu þrjú ár þar sem hann talar meðal annars um málefni tengd femínisma og jákvæðri karlmennsku. Vilhelm/Vísir Fjölmiðlar kerfisbundið afbakað femínisma Fordómar fyrir femínisma. Af hverju heldur þú að sumt fólk sé hrætt við að nota þetta orð og kalla sig femínista? „Í grunninn held ég að þessi hræðsla og fordómar byggi mjög mikið á misskilningi og gagnrýnislausri inntöku á því hvað femínismi snýst um.“ Ástæðuna fyrir misskilningnum segir Þorsteinn vera augljósa. „Það sem femínistar eru almennt að gera, þó ég geti ekki talað fyrir öll, er það að fara á móti straumnum, ráðast gegn einhverju sem er viðtekið og benda á eitthvað sem er óþægilegt. Þau varpa ljósi á eitthvað sem við viljum helst ekki þurfa að kljást við. Í grunninn held ég að þetta byggi á því að fólk áttar sig hreinlega ekki á því um hvað femínismi snýst.“ Fjölmiðlar hafa að mati Þorsteins átt sinn þátt í því að afbaka femínismann og fólk sem skilgreinir sig sem slíka. Þegar ég spyr hann nánar út í það segir hann: Fjölmiðlar hafa kerfisbundið afbakað femínisma í gegnum söguna okkar. Sumir nafngreindir femínistar samtíma okkar hafa í gegnum tíðina jafnvel verið teiknaðar upp sem ótrúlega vondar manneskjur. Sérstaklega konur sem skilgreina sig sem femínista. Þær hafa verið álitnar ógeðslega öfgafullar og stundum kallaðar karlhatarar. Þetta heldur bara ekki vatni. Þorsteinn er kurteis en alvarlegur og honum er augljóslega mikið í mun að útskýra frekari skilgreiningu á femínisma. Handahreyfingarnar verða áberandi þegar hann talar. „Femínismi er í grunninn þessi meðvitund um það að jafnrétti hafi ekki verið náð. Þessi meðvitund um að félagslegar breytur eins og kyn, húðlitur, stétt, uppruni, fötlun og allt þetta skipti máli og skapi þér mismunandi stöðu í samfélaginu. Eins og ég lít á femínisma er það þetta gagnrýna sjónarhorn á samfélagið út frá þessum breytum og oftast fylgir það því að vera femínisti að vilja gera eitthvað í því. Og þarna verður oft ágreiningurinn.“ Þorsteinn vill meina að fjölmiðlar hafi í gegnum tíðina afbakað skilgreiningu femínisma og fólk misskilji því oft á tíðum hvað femínismi snýst um. Davíð Þór Guðlaugsson Jafnréttissinni en ekki femínisti? Þorsteinn glottir þegar ég nefni jafnréttissinna. Af hverju þetta glott? Hver er munurinn á því að vera jafnréttissinni eða femínisti? „Sko, viltu jafnan rétt fyrir allt fólk? Af hverju viltu það? Er eitthvað ójafnrétti hérna? Hvernig birtist það? Hvar er það? Ég væri til í að vita þetta þegar einhver skilgreinir sig sem jafnréttissinna en ekki femínista. Þá langar mig að kryfja þetta.“ Sem hann hefur svo sannarlega gert. Hann segir frá meistararannsókn sinni í kynjafræði sem fjallaði akkúrat um þetta. Ritgerðin heitir Karlmennska, karlar og jafnrétti – Karlmennskuhugmyndir í frásögnum karla á Twitter og viðhorf karla til jafnréttis. „Ég kafaði ofan í þessa andspyrnu. Það eru svo margir sem vilja vera jafnréttissinnar en ekki femínistar. Eins og það sé eitthvað annað. Í rannsókninni skoðaði ég viðhorf sex karla til jafnréttis, þeir áttu það sameiginlegt að skilgreina sig ekki sem femínista heldur jafnréttissinna. Ég komst svo að því að þeir í raun og veru styðja ekki jafnrétti. Þeir virtust ekki vilja jafnrétti eða allavega ekki vilja gera mikið í því til að ná því.“ Við tölum um þá merkingu sem fólk leggur í jafnrétti og ég velti því upp hvort að það sé ekki möguleiki að mörgum gæti jafnvel fundist að jafnrétti væri að miklu leyti náð í íslensku samfélagi. „Já, ég er viss um að það eru margir á þeirri skoðun,“ segir Þorsteinn og bætir því við að hann hafi mikinn skilning á því sjónarmiði þar sem Ísland sé búið að vera „skást“ í heimi í jafnréttismálum í um áratug. Að því leyti er jafnrétti á Íslandi, meðvitundin er mikil. Við teljum okkur flest jafnréttissinna og við teljum að við höfum jöfn tækifæri að mörgu leyti. Ég skil vel þessi sjónarmið en þarna komum við líka að ákveðinni forréttindafirringu eða forréttindablindu. Þegar þú nýtur ekki kerfisbundinnar mismunar og þegar þú hefur aldrei rekið þig á óréttlætið. Hvernig útskýrir þú þessa kerfisbundnu mismunun? „Sem dæmi get ég nefnt karlmenn á miðjum aldri sem hafa aldrei orðið fyrir kynbundinni áreitni. Aldrei verið gerðir að kynferðislegu viðfangi gegn sínum vilja. Aldrei fengið óumbeðnar kynfæramyndir. Aldrei verið lítillækkaðir vegna kyns síns og svo framvegis. Það er þarna sem að ójafnréttið nærist og liggur. Í þessum litlu viðhorfum, þessu pínulitlu viðhorfum sem að við getum rakið beint til feðraveldisins. Að hið karlæga sé aðeins skör hærra en hið kvenlæga. Í þessu undirliggjandi kerfi sem litar allt saman þá sprettur þetta ójafnrétti upp með þessum litlu viðhorfum okkar. Þessum saklausu bröndurum. Og í forréttindafirringu segja sumir: Má ekkert lengur?“ Hugarfarsbreyting sem gerist ekki á einni nóttu Þorsteinn talar hraðar, talar meira með höndunum. Ég stoppa hann aðeins af því mig langar að spyrja frekar út í þessa forréttindafirringu sem hann minntist á. Hvað áttu við með forréttindafirringu? Stórum hluta af vinnutíma Þorsteins er eytt í það að halda fyrirlestra, langmest í grunn- og framhaldsskólum og kennara- og foreldrafundum. Hann segist þó reglulega líka fá beiðnir frá fyrirtækjum eða félagasamtökum.Sólborg Guðbrandsdóttir „Ókei, ef við köfum aðeins ofan í þetta og reynum að skilja merkingu og inntak þess sem við segjum, hugsum og gerum þá sjáum við þetta betur. Það er þarna sem ójafnréttið liggur. En þegar að þú getur ekki séð það, ekki skilið það og hefur aldrei upplifað þetta því það tilheyrir ekki þínum reynsluheimi þá get ég vel skilið það að því fólki finnist eins og jafnrétti hafi verið náð. Vel að merkja þá er ég að segja þetta sjálfur sem fyrrverandi karlremba,“ segir Þorsteinn og bendir á sjálfan sig eins og hann þurfi að leggja sérstaka áherslu á að þetta sé ekki úr lausu lofti gripið. „Ég var sjálfur á þessum stað mjög lengi og ég er vel meðvitaður um að þessi hugarfarsbreyting gerist ekki á einni nóttu.“ Aftur berst talið að fordómum. Þorsteinn verður hálf hissa þegar hann er spurður hvort að hann hafi sjálfur fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Já, auðvitað! Hiklaust,“ svarar hann og útskýrir að það sé bara viðbúið verandi opinberlega í þessari baráttu. Meira að segja margir af mínum nánustu vinum finnst stundum óþægilegt það sem ég er að tala um. Þeir upplifa sig kannski vanmáttuga og finnst kannski ekkert umburðarlyndi vera í því sem ég er að boða og reyna að segja. Kastað ábyrgð á konuna sína án þess að fatta það Þorsteinn segir það mikilvægt að fólk átti sig á því að leiðangur hans síðustu ár, baráttan hans, sé einnig mjög persónuleg og hann sé alls ekki að fela það. „Ég hef verið að átta mig á því sjálfur að ég hef verið að haga mér á óviðeigandi hátt. Ég hef ekki tekið ábyrgð inni á heimilinu. Ég hef kastað ábyrgð á konuna mína án þess að vita það og fatta það. Þannig að það sem ég stend fyrir er bæði afleiðing af náminu mínu og þessu persónulega ferli sem er ekki síður mikilvægt.“ Að snúa út úr þegar kemur að umræðunni um femínisma segir Þorsteinn vera mjög auðvelt án þess að fara raunverulega inn í málefnið. Hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn í forréttindastöðu þurfa að læra að aðlagast samtímanum og nútímanum. Læra að tileinka sér það að hlusta og fara í sjálfsgagnrýni. Ekki vegna þess að við eigum að bera skömm feðraveldisins heldur til þess að skoða þá eiginlegu merkingu sem kyn hefur. „Hvað þýðir það að vera þetta kyn sem ég er? Það þarf að fara dýpra inn í það og pæla í því, ekki bara kasta því í burt. Við getum ekki lært neitt ef við viljum ekki skilja og ef við hundsum þetta allt saman,“ segir Þorsteinn og hækkar aðeins róminn. Hendurnar eru aftur komnar upp. Það er mér augljóst að hér er rætt um hjartans mál og málefni sem Þorsteinn brennur fyrir. Þorsteinn segist sjálfur vera fyrrverandi karlremba og hann hafi meðal annars áttað sig á því að hann væri ekki að taka nógu mikla ábyrgð í heimilislífinu. Davíð Þór Guðlaugsson Líffræðilegur þáttur ofmetinn áhrifavaldur Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að henda mér í djúpu laugina og byrja að ræða um kynin, muninn á þeim. Umræða sem getur verið mjög mikið hitamál og ég geri mér grein fyrir því að spurninguna þarf að vanda. Munurinn á kynjunum – Færðu mikla gagnrýni fyrir það að segja að hann sé kannski minni en fólk vill meina? „Já algjörlega. En það sem fólk virðist mistúlka er að ég er alls ekki að hafna líffræðilegum fjölbreytileika, ég er ekki segja að það sé engin munur á kynjunum. En þetta að tileinka líffræðinni þann mun sem við sjáum á útliti, áhugavali, starfsvali, námsvali, hegðun og viðhorfum á körlum og konum í dag er kallað eðlishyggja eða líffræðileg nauðhyggja. Eins og það sé bara náttúruleg afleiðing hjá drengjum að elska bíla og fótbolta. Það er ekki þannig.“ Sjálf hef ég velt þessum mun mikið fyrir mér og fundist erfitt að sammælast þeim skoðunum að líffræðin hafi ekkert með þennan mun kynjanna að segja. Þorsteinn horfir niður á borðið meðan ég tala og ég sé að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir sjónarmið eins og mín. Ég velti því fyrir mér hvort að ég hafi pirrað hann. Þorsteinn lítur upp og horfir á mig einbeittur. Hann er ekki pirraður heldur finn ég fyrir ákveðinni þolinmæði. Hann vill upplýsa mig, fræða mig. Hendurnar upp. „Sko, ef við rýnum aðeins í það hvað það er sem aðgreinir karla og konur þá sjáum við að það eru ekki helst þessir líffræðilegu þættir. Það eru ekki þeir sem skýra áhugamál okkar, hæfni okkar, hvernig við högum okkur og hvernig við veljum fötin okkar. Það sem ég er að segja er að mér finnst þessi líffræðilegi þáttur algjörlega ofmetinn áhrifavaldur í lífi okkar. Það að ég segi þetta þýðir alls ekki að ég hafni ákveðnum líffræðilegum mun. Það eru ákveðin hormónaáhrif sem hafa vissulega áhrif á líf okkar en ef við rýnum í það hvað það er sem skýrir þennan mun þá eru þessir þættir stórkostlega ofmetnir. Það sem hefur fyrst og fremst áhrif á hugsun okkar og hegðun er umhverfið.“ Konur eru bara svona, best geymdar í eldhúsinu Hann stoppar aðeins, horfir á mig eins og hann sé að reyna að átta sig á því hvort ég skilji. Svo heldur hann áfram. „Undir þessi sjónarmið taka taugasálfræðingar og heimspekingar, kynjafræðingar og fleiri. Sagnfræðingar hafa einnig sýnt fram á það hvernig kyntjáning hefur verið að breytast í gegnum söguna, hún er alltaf að breytast og aðlagast nýjum samfélagslegum áhrifum. Kyn öðlast merkingu í gegnum félagslegt samhengi, menninguna og í gegnum þessar hugmyndir sem við höfum um kvenleika og karlmennsku. Það er algjört lykilatriði að fólk geri sér grein fyrir þessu.“ Þorsteinn hallar sér aftur í stólinum og hendurnar fara niður. Svo horfir hann á mig og spyr: Hversu takmörkuð væri staðan ef við myndum bara segja: Þetta er bara svona? Ef við hefðum bara stoppað fyrir þrjátíu árum og sagt: Konur eru bara svona, þær eru best geymdar í eldhúsinu. Þær eru með minni heila en karlmenn. Þær geta ekki tekið þátt í Gettu betur. Þær geta ekki stjórnað fyrirtækjum. Pæliði í því, ef við hefðum bara stoppað þarna. Við ræðum um þessi gömlu viðhorf, sem eru ekkert endilega svo gömul. Þessi viðhorf sem eru skuggalega nálægt okkar heimi í dag og hvernig leifar af þeim má enn finna í nútíma samfélagi. Þorsteinn segir rótina þarna vera kynjakerfið og hvernig það hefur hindrað karlmenn á ýmsum sviðum. Skiptir ekki máli hvort að þetta sé eðlið eða umhverfið „Það er ætlast til þess að karlmenn hafi ekki eins sterkar tilfinningar og konur, séu ekki eins hæfir til að sjá um börn, þá vanti þetta umhyggjugen. Í dag vitum við að þetta er lærð hegðun, þetta er þessi félagsmótun sem hamlar fólki að stíga inn á ákveðin svið, sum ætluð konum og önnur körlum.“ Aðalatriðið segir Þorsteinn þó alls ekki vera skoðanir fólks á þessum muni kynjanna. Aðalmálið segir hann vera hugarfarið og viljinn til þess að breyta. „Ef við erum svona ólík – Í versta falli. Ef það er raunverulega svona mikill líffræðilegur munur á kynjunum sem hefur áhrif á það hvernig við erum, ættum við þá ekki sem samfélag að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að það hamli ekki tækifærum okkar í lífinu? Í rauninni skiptir það ekki máli hvort að þetta sé eðlið eða umhverfið. Ættum við ekki að vinna hörðum höndum að því að þetta testósterón sé ekki að valda því að karlar séu að nauðga, að karlar séu að beita ofbeldi og missa stjórn á skapi sínu? Að þeir séu svo líffræðilega lokaðir tilfinningalega að þeir geti ekki tjáð tilfinningar sínar og geti bara verið glaðir, graðir eða reiðir. Við hljótum að sjá hversu félagslega og menningarlega bundið þetta er. Við tölum um þessar rótgrónu karlmennskuhugmyndir, hvernig áhrif þær hafa á karlmenn. Talið berst að því sem Þorsteinn kallar ráðandi karlmennsku. Þorsteinn varalitaður af dóttur sinni Tinnu Tölgyes. Eiga karlar að hafa völdin umfram konur sínar? „Við erum að glíma við ótrúlega íhaldssaman hugmyndaarf hérna. Karlar eigi að vera framtakssamir og gerendur. Þeir eiga að hafa völdin umfram konuna sína. Hafa hærri laun, opna hurðina, gera við bílinn, vera fyrirvinnan, vera með stórt typpi, massaðir, hávaxnir og láta ekkert á sig fá. Þetta er svona þessi staðlaða týpa sem virðist vera rótgróið viðmið fyrir karlkyns einstaklinga.“ Það versta við þennan íhaldssama arf segir Þorsteinn vera það að karlmenn megi helst ekki sýna tilfinningar. Þeir megi ekki fá að vera eins og þeir eru án þess að það sé talið minna karlmannlegt og því fylgi einhver skömm. Brún Þorsteins þyngist. Ég átta mig ekki á því hvort að hann sé leiður eða reiður. Við eigum að hafa frumkvæði, taka stjórn og ábyrgð. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að það sé slæmt ef karlmenn gera það og vilja það. Það sem er slæmt er að ALLIR karlmenn eigi að passa inn í þessa mynd. Hann virðist vera sitt lítið af hvoru. Bæði reiður og leiður. Hér er maður sem vill fara að sjá meiri breytingar. „Karlmenn eiga að fá meira svigrúm til að gera og sækjast í það sem þeir raunverulega vilja. Ekki upplifa þessa pressu að þeir eigi einungis að fara í lögfræði, viðskiptafræði eða bifvélavirkjann og þá alls ekki eitthvað sem þyki kvenlegt.“ Ofmat sitt eigið framlag til heimilisins Þorsteinn hefur mikið að segja þegar við tölum um tilfinningalíf karlmanna sem leiðir okkur yfir í nýtt umræðuefni. Það sem hefur verið kallað mental-load. Af hverju virðist enn þá vera svona mikill munur á hlutverki karla og kvenna í samböndum? Ég minnist á ábyrgð á heimilislífinu, skipulagningu og sjálf heimilisstörfin. Hvar erum við stödd hér? Það væri forvitnilegt að heyra hvernig maður eins og hann, upplýstur femínisti sem berst fyrir jafnrétti, hvernig hann er í sínu sambandi. Hvað með þig? Treystir þú þér til að tala um það hvernig þú ert í þínu sambandi? „Já, ég treysti mér alveg til þess. Ég er ungur karlmaður og ég hef þurft að díla við það að upplifa konuna mína vera ósanngjarna þegar hún biður mig um að taka ábyrgð á einhverju eins og til dæmis þvottinum. Til þess að ég gæti gengist við því að ég var ekki jafn duglegur og ég hélt að ég væri og til þess að ég gæti mætt henni í okkar sambandi þá fann ég að ég þurfti að díla við mitt tilfinningalíf. Hvað meinar þú með því? Hvernig ég upplifði og túlkaði það sem hún var að biðja um. Ég held að við karlmenn upplifum oft árás, þegar makinn okkar er kannski bara að biðja okkur um að tengjast sér, vera með sér í hlutunum, vera saman í liði. Ég sá bara að ég þurfti að leita mér sálfræðimeðferðar og díla við sjálfan mig til þess að geta verið virkur sambýlismaki. Það sést að Þorsteinn á ekki beint erfitt með að tala um þetta en þó virðist glitta í einhvers konar eftirsjá. Röddin er aðeins lægri og það veður ekki eins mikið á honum. „Ég hef ofmetið mitt eigið framlag til heimilisins.“ Skiptir ekki mestu máli hvað við segjum, heldur hvað við gerum Af hverju heldur þú að þetta gerist? Að konur taki meiri ábyrgð á heimilislífinu og karlar virðist ekki sjá það? Ég átta mig á því að spurningin mín er töluvert gildishlaðin, en leyfi henni að standa. „Við getum skoðað þetta út frá kenningum um karlmennsku og kvenleika. Þá passar þetta algjörlega þar inn. Hvernig lærum við kvenleika og karlmennsku? Það eru margir foreldrar og kennarar sem viðurkenna að þeir hafa komið mismunandi fram við börn sín eftir kyni. Kvenleikinn snýst um að taka ábyrgð, vanda sig, hjúkra og láta lítið fyrir sér fara. Svo þegar við eldumst þá tökum við þetta með okkur inn í samböndin.“ Er þetta þá ómeðvituð hegðun að þínu mati? „Já, ómeðvituð lærð hegðun. Eitthvað sem gerist því þetta er eitthvað sem við höfum alist upp við og eitthvað sem erfist frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Það er ekki svo langt síðan að konur sinntu bara þessum störfum svo að það er ekkert fjarstæðukennt af hverju þetta er svona í dag.“ Þess vegna tek ég undir það sem ég heyrði einhvers staðar að það skiptir ekki mestu máli hvað við segjum, heldur hvað við gerum. Og þá er ég að tala um í uppeldi, að börnin sjái foreldra sína í öðrum hlutverkum en þessum hefðbundnu kynhlutverkum. Þorsteinn heldur áfram að tala út frá sambandinu sínu. Það kemur á óvart hversu óhræddur hann er að tala einlægt um sína upplifun, tilfinningar og eigin mistök á svona persónulegan hátt, verandi karlmaður og allt það. „Sem dæmi úr mínu lífi þá gat ég ekki skilið hvers vegna konan mín vildi að við tækjum helgina í að þrífa og taka til heima þegar hún var heima alla vikuna með barnið okkar í fæðingarorlofi. Ég skildi þetta ekki fyrr en ég var í svipaðri stöðu sjálfur, heima í fæðingarorlofi með dóttur okkar. Þá fattaði ég að ég hafði hvorki orku né tíma til þess að þrífa heimilið með barnið.“ Hversu ömurlegt er það að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana? Allir verðandi foreldrar ættu að fá faglegan stuðning Á þessum tíma segist hann hafa byrjað að opna augu sín fyrir því sem kallast mental-load en mental-load hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið misseri. „Ég fann hvernig ég var meðvitundarlaus um mitt framlag á móti hennar. Ég fer á þessum tíma sjálfur til sálfræðings og við sömuleiðis í pararáðgjöf. Þetta ferli fékk mig til þess að opna augu mín miklu betur en ég vil samt að það komi fram að ég er alls ekki fullkominn í þessu. Það er ennþá miklu meira mental-load á konunni minni þótt ég geri mitt besta.“ Þorsteinn og kona hans Hulda Jónsdóttir Tölgyes hafa talað um það sem kallast mental-load í samböndum. Hans trú er að allir þeir sem ætli sér að eiga börn saman þurfi að fá faglega ráðgjöf til þess að mætast sem par. Getur þú nefnt dæmi? „Já, það er meira sem hún ber ábyrgð á. Sem hún skipuleggur í höfðinu á sér og ég slepp við. Þegar við förum í búð til að kaupa föt handa börnunum þá man hún stærðirnar, ekki ég. Hún minnir mig á það að hringja í ömmu og afa og svo framvegis. En okkur hefur samt tekist ágætlega að leysa þetta praktíska þar sem núna er skilningur og vilji.“ Við ræðum um þessa ábyrgð og hvað þarf til þess að dreifa henni betur. Til að mætast þar þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – Ég í alvöru held það. Auðvitað eru alltaf einhver tilvik þar sem fólk áttar sig á því að það á bara hreinlega ekki saman. Við tölum um pararáðgjöfina og veltum því upp af hverju konur séu yfirleitt líklegri til þess að stinga upp á því að fara í pararáðgjöf. „Ég held líka að ástæðan sé að miklu leyti sú að karlmenn upplifa sig oft svo seka og í svo miklum órétti. Vissulega er það kannski oft þannig en í samskiptum þá er þetta ekki bara one-way.“ Hann segir ekki óalgengt að karlmenn séu tregari til þess að fara í ráðgjöf og að þeir vilji helst vita lausnina áður en þeir fara. „Ég og konan mín vorum ekkert að glíma við brjáluð vandamál eins og að vilja skilja eða eitthvað slíkt. Við sáum bara að við þurftum aðstoð svo að við myndum ekki lenda í þessu djöflatali þar sem við köllum fram hjá hvort öðru þessi neikvæðu samskipti. Við vildum bara í einlægni fá úrlausn til að læra betur á hvort annað. Við erum ólík, með ólíkar þarfir og samskiptahætti. Ég verð að vita það hvað það er sem triggerar hana og öfugt. Við vildum ekki fjarlægjast og lærðum því betri taktík til þess að geta unnið saman. Í dag er ég miklu meðvitaðri um mína hegðun og held áfram að læra og vanda mig. Ég þykist ekkert vera fullkominn.“ Tíminn er runnin frá okkur og það nokkuð ljóst að umræðuefnið er stærra og meira en kemst í eitt viðtal. Þorsteinn hefur frá mörgu að segja og mörgu að miðla og er greinilegt að hér er á ferð mikill hugsjónarmaður sem ætlar sér hafa áhrif á framtíðina og komandi kynslóðir. Þorsteinn ásamt konu sinni Huldu og börnunum þeirra Ólafi Ísak og Tinnu Tölgyes. Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn Makamál Einhleypir undir pressu að finna ástina Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og í dag heldur hann einnig úti Instagram síðunni Karlmennskan. Ásamt þessu vinnur Þorsteinn við þáttagerð og tímakennslu. Þegar við Þorsteinn hittumst sagðist hann hafa hikað og verið efins að mæta í viðtal hjá Makamálum á Vísi. Haft smá fordóma og ekki alveg skilið hvers vegna viðtal um femínisma passaði inn á þetta svæði. Ég útskýrði: „Makamál er svæði á Vísi þar sem við skrifum um allt sem passar undir ástina og lífið. Hvort sem það eru sambönd, samskipti, kynlíf, fæðingar, föðurhlutverk eða eitthvað annað. Núna langar okkur að fjalla um femínisma, fordóma, mental-load og ráðandi karlmennsku í samböndum.“ Þorsteinn brosti og ég sá strax að hann var tilbúinn að tala, hann skildi núna. Við byrjuðum á því að tala aðeins um þessa fordóma. Fordómana sem læðast aftan að okkur þegar við skiljum ekki alveg og vitum ekki alveg. Þorsteinn hefur haldið úti Instagram-síðunni Karlmennskan síðustu þrjú ár þar sem hann talar meðal annars um málefni tengd femínisma og jákvæðri karlmennsku. Vilhelm/Vísir Fjölmiðlar kerfisbundið afbakað femínisma Fordómar fyrir femínisma. Af hverju heldur þú að sumt fólk sé hrætt við að nota þetta orð og kalla sig femínista? „Í grunninn held ég að þessi hræðsla og fordómar byggi mjög mikið á misskilningi og gagnrýnislausri inntöku á því hvað femínismi snýst um.“ Ástæðuna fyrir misskilningnum segir Þorsteinn vera augljósa. „Það sem femínistar eru almennt að gera, þó ég geti ekki talað fyrir öll, er það að fara á móti straumnum, ráðast gegn einhverju sem er viðtekið og benda á eitthvað sem er óþægilegt. Þau varpa ljósi á eitthvað sem við viljum helst ekki þurfa að kljást við. Í grunninn held ég að þetta byggi á því að fólk áttar sig hreinlega ekki á því um hvað femínismi snýst.“ Fjölmiðlar hafa að mati Þorsteins átt sinn þátt í því að afbaka femínismann og fólk sem skilgreinir sig sem slíka. Þegar ég spyr hann nánar út í það segir hann: Fjölmiðlar hafa kerfisbundið afbakað femínisma í gegnum söguna okkar. Sumir nafngreindir femínistar samtíma okkar hafa í gegnum tíðina jafnvel verið teiknaðar upp sem ótrúlega vondar manneskjur. Sérstaklega konur sem skilgreina sig sem femínista. Þær hafa verið álitnar ógeðslega öfgafullar og stundum kallaðar karlhatarar. Þetta heldur bara ekki vatni. Þorsteinn er kurteis en alvarlegur og honum er augljóslega mikið í mun að útskýra frekari skilgreiningu á femínisma. Handahreyfingarnar verða áberandi þegar hann talar. „Femínismi er í grunninn þessi meðvitund um það að jafnrétti hafi ekki verið náð. Þessi meðvitund um að félagslegar breytur eins og kyn, húðlitur, stétt, uppruni, fötlun og allt þetta skipti máli og skapi þér mismunandi stöðu í samfélaginu. Eins og ég lít á femínisma er það þetta gagnrýna sjónarhorn á samfélagið út frá þessum breytum og oftast fylgir það því að vera femínisti að vilja gera eitthvað í því. Og þarna verður oft ágreiningurinn.“ Þorsteinn vill meina að fjölmiðlar hafi í gegnum tíðina afbakað skilgreiningu femínisma og fólk misskilji því oft á tíðum hvað femínismi snýst um. Davíð Þór Guðlaugsson Jafnréttissinni en ekki femínisti? Þorsteinn glottir þegar ég nefni jafnréttissinna. Af hverju þetta glott? Hver er munurinn á því að vera jafnréttissinni eða femínisti? „Sko, viltu jafnan rétt fyrir allt fólk? Af hverju viltu það? Er eitthvað ójafnrétti hérna? Hvernig birtist það? Hvar er það? Ég væri til í að vita þetta þegar einhver skilgreinir sig sem jafnréttissinna en ekki femínista. Þá langar mig að kryfja þetta.“ Sem hann hefur svo sannarlega gert. Hann segir frá meistararannsókn sinni í kynjafræði sem fjallaði akkúrat um þetta. Ritgerðin heitir Karlmennska, karlar og jafnrétti – Karlmennskuhugmyndir í frásögnum karla á Twitter og viðhorf karla til jafnréttis. „Ég kafaði ofan í þessa andspyrnu. Það eru svo margir sem vilja vera jafnréttissinnar en ekki femínistar. Eins og það sé eitthvað annað. Í rannsókninni skoðaði ég viðhorf sex karla til jafnréttis, þeir áttu það sameiginlegt að skilgreina sig ekki sem femínista heldur jafnréttissinna. Ég komst svo að því að þeir í raun og veru styðja ekki jafnrétti. Þeir virtust ekki vilja jafnrétti eða allavega ekki vilja gera mikið í því til að ná því.“ Við tölum um þá merkingu sem fólk leggur í jafnrétti og ég velti því upp hvort að það sé ekki möguleiki að mörgum gæti jafnvel fundist að jafnrétti væri að miklu leyti náð í íslensku samfélagi. „Já, ég er viss um að það eru margir á þeirri skoðun,“ segir Þorsteinn og bætir því við að hann hafi mikinn skilning á því sjónarmiði þar sem Ísland sé búið að vera „skást“ í heimi í jafnréttismálum í um áratug. Að því leyti er jafnrétti á Íslandi, meðvitundin er mikil. Við teljum okkur flest jafnréttissinna og við teljum að við höfum jöfn tækifæri að mörgu leyti. Ég skil vel þessi sjónarmið en þarna komum við líka að ákveðinni forréttindafirringu eða forréttindablindu. Þegar þú nýtur ekki kerfisbundinnar mismunar og þegar þú hefur aldrei rekið þig á óréttlætið. Hvernig útskýrir þú þessa kerfisbundnu mismunun? „Sem dæmi get ég nefnt karlmenn á miðjum aldri sem hafa aldrei orðið fyrir kynbundinni áreitni. Aldrei verið gerðir að kynferðislegu viðfangi gegn sínum vilja. Aldrei fengið óumbeðnar kynfæramyndir. Aldrei verið lítillækkaðir vegna kyns síns og svo framvegis. Það er þarna sem að ójafnréttið nærist og liggur. Í þessum litlu viðhorfum, þessu pínulitlu viðhorfum sem að við getum rakið beint til feðraveldisins. Að hið karlæga sé aðeins skör hærra en hið kvenlæga. Í þessu undirliggjandi kerfi sem litar allt saman þá sprettur þetta ójafnrétti upp með þessum litlu viðhorfum okkar. Þessum saklausu bröndurum. Og í forréttindafirringu segja sumir: Má ekkert lengur?“ Hugarfarsbreyting sem gerist ekki á einni nóttu Þorsteinn talar hraðar, talar meira með höndunum. Ég stoppa hann aðeins af því mig langar að spyrja frekar út í þessa forréttindafirringu sem hann minntist á. Hvað áttu við með forréttindafirringu? Stórum hluta af vinnutíma Þorsteins er eytt í það að halda fyrirlestra, langmest í grunn- og framhaldsskólum og kennara- og foreldrafundum. Hann segist þó reglulega líka fá beiðnir frá fyrirtækjum eða félagasamtökum.Sólborg Guðbrandsdóttir „Ókei, ef við köfum aðeins ofan í þetta og reynum að skilja merkingu og inntak þess sem við segjum, hugsum og gerum þá sjáum við þetta betur. Það er þarna sem ójafnréttið liggur. En þegar að þú getur ekki séð það, ekki skilið það og hefur aldrei upplifað þetta því það tilheyrir ekki þínum reynsluheimi þá get ég vel skilið það að því fólki finnist eins og jafnrétti hafi verið náð. Vel að merkja þá er ég að segja þetta sjálfur sem fyrrverandi karlremba,“ segir Þorsteinn og bendir á sjálfan sig eins og hann þurfi að leggja sérstaka áherslu á að þetta sé ekki úr lausu lofti gripið. „Ég var sjálfur á þessum stað mjög lengi og ég er vel meðvitaður um að þessi hugarfarsbreyting gerist ekki á einni nóttu.“ Aftur berst talið að fordómum. Þorsteinn verður hálf hissa þegar hann er spurður hvort að hann hafi sjálfur fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Já, auðvitað! Hiklaust,“ svarar hann og útskýrir að það sé bara viðbúið verandi opinberlega í þessari baráttu. Meira að segja margir af mínum nánustu vinum finnst stundum óþægilegt það sem ég er að tala um. Þeir upplifa sig kannski vanmáttuga og finnst kannski ekkert umburðarlyndi vera í því sem ég er að boða og reyna að segja. Kastað ábyrgð á konuna sína án þess að fatta það Þorsteinn segir það mikilvægt að fólk átti sig á því að leiðangur hans síðustu ár, baráttan hans, sé einnig mjög persónuleg og hann sé alls ekki að fela það. „Ég hef verið að átta mig á því sjálfur að ég hef verið að haga mér á óviðeigandi hátt. Ég hef ekki tekið ábyrgð inni á heimilinu. Ég hef kastað ábyrgð á konuna mína án þess að vita það og fatta það. Þannig að það sem ég stend fyrir er bæði afleiðing af náminu mínu og þessu persónulega ferli sem er ekki síður mikilvægt.“ Að snúa út úr þegar kemur að umræðunni um femínisma segir Þorsteinn vera mjög auðvelt án þess að fara raunverulega inn í málefnið. Hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn í forréttindastöðu þurfa að læra að aðlagast samtímanum og nútímanum. Læra að tileinka sér það að hlusta og fara í sjálfsgagnrýni. Ekki vegna þess að við eigum að bera skömm feðraveldisins heldur til þess að skoða þá eiginlegu merkingu sem kyn hefur. „Hvað þýðir það að vera þetta kyn sem ég er? Það þarf að fara dýpra inn í það og pæla í því, ekki bara kasta því í burt. Við getum ekki lært neitt ef við viljum ekki skilja og ef við hundsum þetta allt saman,“ segir Þorsteinn og hækkar aðeins róminn. Hendurnar eru aftur komnar upp. Það er mér augljóst að hér er rætt um hjartans mál og málefni sem Þorsteinn brennur fyrir. Þorsteinn segist sjálfur vera fyrrverandi karlremba og hann hafi meðal annars áttað sig á því að hann væri ekki að taka nógu mikla ábyrgð í heimilislífinu. Davíð Þór Guðlaugsson Líffræðilegur þáttur ofmetinn áhrifavaldur Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að henda mér í djúpu laugina og byrja að ræða um kynin, muninn á þeim. Umræða sem getur verið mjög mikið hitamál og ég geri mér grein fyrir því að spurninguna þarf að vanda. Munurinn á kynjunum – Færðu mikla gagnrýni fyrir það að segja að hann sé kannski minni en fólk vill meina? „Já algjörlega. En það sem fólk virðist mistúlka er að ég er alls ekki að hafna líffræðilegum fjölbreytileika, ég er ekki segja að það sé engin munur á kynjunum. En þetta að tileinka líffræðinni þann mun sem við sjáum á útliti, áhugavali, starfsvali, námsvali, hegðun og viðhorfum á körlum og konum í dag er kallað eðlishyggja eða líffræðileg nauðhyggja. Eins og það sé bara náttúruleg afleiðing hjá drengjum að elska bíla og fótbolta. Það er ekki þannig.“ Sjálf hef ég velt þessum mun mikið fyrir mér og fundist erfitt að sammælast þeim skoðunum að líffræðin hafi ekkert með þennan mun kynjanna að segja. Þorsteinn horfir niður á borðið meðan ég tala og ég sé að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir sjónarmið eins og mín. Ég velti því fyrir mér hvort að ég hafi pirrað hann. Þorsteinn lítur upp og horfir á mig einbeittur. Hann er ekki pirraður heldur finn ég fyrir ákveðinni þolinmæði. Hann vill upplýsa mig, fræða mig. Hendurnar upp. „Sko, ef við rýnum aðeins í það hvað það er sem aðgreinir karla og konur þá sjáum við að það eru ekki helst þessir líffræðilegu þættir. Það eru ekki þeir sem skýra áhugamál okkar, hæfni okkar, hvernig við högum okkur og hvernig við veljum fötin okkar. Það sem ég er að segja er að mér finnst þessi líffræðilegi þáttur algjörlega ofmetinn áhrifavaldur í lífi okkar. Það að ég segi þetta þýðir alls ekki að ég hafni ákveðnum líffræðilegum mun. Það eru ákveðin hormónaáhrif sem hafa vissulega áhrif á líf okkar en ef við rýnum í það hvað það er sem skýrir þennan mun þá eru þessir þættir stórkostlega ofmetnir. Það sem hefur fyrst og fremst áhrif á hugsun okkar og hegðun er umhverfið.“ Konur eru bara svona, best geymdar í eldhúsinu Hann stoppar aðeins, horfir á mig eins og hann sé að reyna að átta sig á því hvort ég skilji. Svo heldur hann áfram. „Undir þessi sjónarmið taka taugasálfræðingar og heimspekingar, kynjafræðingar og fleiri. Sagnfræðingar hafa einnig sýnt fram á það hvernig kyntjáning hefur verið að breytast í gegnum söguna, hún er alltaf að breytast og aðlagast nýjum samfélagslegum áhrifum. Kyn öðlast merkingu í gegnum félagslegt samhengi, menninguna og í gegnum þessar hugmyndir sem við höfum um kvenleika og karlmennsku. Það er algjört lykilatriði að fólk geri sér grein fyrir þessu.“ Þorsteinn hallar sér aftur í stólinum og hendurnar fara niður. Svo horfir hann á mig og spyr: Hversu takmörkuð væri staðan ef við myndum bara segja: Þetta er bara svona? Ef við hefðum bara stoppað fyrir þrjátíu árum og sagt: Konur eru bara svona, þær eru best geymdar í eldhúsinu. Þær eru með minni heila en karlmenn. Þær geta ekki tekið þátt í Gettu betur. Þær geta ekki stjórnað fyrirtækjum. Pæliði í því, ef við hefðum bara stoppað þarna. Við ræðum um þessi gömlu viðhorf, sem eru ekkert endilega svo gömul. Þessi viðhorf sem eru skuggalega nálægt okkar heimi í dag og hvernig leifar af þeim má enn finna í nútíma samfélagi. Þorsteinn segir rótina þarna vera kynjakerfið og hvernig það hefur hindrað karlmenn á ýmsum sviðum. Skiptir ekki máli hvort að þetta sé eðlið eða umhverfið „Það er ætlast til þess að karlmenn hafi ekki eins sterkar tilfinningar og konur, séu ekki eins hæfir til að sjá um börn, þá vanti þetta umhyggjugen. Í dag vitum við að þetta er lærð hegðun, þetta er þessi félagsmótun sem hamlar fólki að stíga inn á ákveðin svið, sum ætluð konum og önnur körlum.“ Aðalatriðið segir Þorsteinn þó alls ekki vera skoðanir fólks á þessum muni kynjanna. Aðalmálið segir hann vera hugarfarið og viljinn til þess að breyta. „Ef við erum svona ólík – Í versta falli. Ef það er raunverulega svona mikill líffræðilegur munur á kynjunum sem hefur áhrif á það hvernig við erum, ættum við þá ekki sem samfélag að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að það hamli ekki tækifærum okkar í lífinu? Í rauninni skiptir það ekki máli hvort að þetta sé eðlið eða umhverfið. Ættum við ekki að vinna hörðum höndum að því að þetta testósterón sé ekki að valda því að karlar séu að nauðga, að karlar séu að beita ofbeldi og missa stjórn á skapi sínu? Að þeir séu svo líffræðilega lokaðir tilfinningalega að þeir geti ekki tjáð tilfinningar sínar og geti bara verið glaðir, graðir eða reiðir. Við hljótum að sjá hversu félagslega og menningarlega bundið þetta er. Við tölum um þessar rótgrónu karlmennskuhugmyndir, hvernig áhrif þær hafa á karlmenn. Talið berst að því sem Þorsteinn kallar ráðandi karlmennsku. Þorsteinn varalitaður af dóttur sinni Tinnu Tölgyes. Eiga karlar að hafa völdin umfram konur sínar? „Við erum að glíma við ótrúlega íhaldssaman hugmyndaarf hérna. Karlar eigi að vera framtakssamir og gerendur. Þeir eiga að hafa völdin umfram konuna sína. Hafa hærri laun, opna hurðina, gera við bílinn, vera fyrirvinnan, vera með stórt typpi, massaðir, hávaxnir og láta ekkert á sig fá. Þetta er svona þessi staðlaða týpa sem virðist vera rótgróið viðmið fyrir karlkyns einstaklinga.“ Það versta við þennan íhaldssama arf segir Þorsteinn vera það að karlmenn megi helst ekki sýna tilfinningar. Þeir megi ekki fá að vera eins og þeir eru án þess að það sé talið minna karlmannlegt og því fylgi einhver skömm. Brún Þorsteins þyngist. Ég átta mig ekki á því hvort að hann sé leiður eða reiður. Við eigum að hafa frumkvæði, taka stjórn og ábyrgð. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að það sé slæmt ef karlmenn gera það og vilja það. Það sem er slæmt er að ALLIR karlmenn eigi að passa inn í þessa mynd. Hann virðist vera sitt lítið af hvoru. Bæði reiður og leiður. Hér er maður sem vill fara að sjá meiri breytingar. „Karlmenn eiga að fá meira svigrúm til að gera og sækjast í það sem þeir raunverulega vilja. Ekki upplifa þessa pressu að þeir eigi einungis að fara í lögfræði, viðskiptafræði eða bifvélavirkjann og þá alls ekki eitthvað sem þyki kvenlegt.“ Ofmat sitt eigið framlag til heimilisins Þorsteinn hefur mikið að segja þegar við tölum um tilfinningalíf karlmanna sem leiðir okkur yfir í nýtt umræðuefni. Það sem hefur verið kallað mental-load. Af hverju virðist enn þá vera svona mikill munur á hlutverki karla og kvenna í samböndum? Ég minnist á ábyrgð á heimilislífinu, skipulagningu og sjálf heimilisstörfin. Hvar erum við stödd hér? Það væri forvitnilegt að heyra hvernig maður eins og hann, upplýstur femínisti sem berst fyrir jafnrétti, hvernig hann er í sínu sambandi. Hvað með þig? Treystir þú þér til að tala um það hvernig þú ert í þínu sambandi? „Já, ég treysti mér alveg til þess. Ég er ungur karlmaður og ég hef þurft að díla við það að upplifa konuna mína vera ósanngjarna þegar hún biður mig um að taka ábyrgð á einhverju eins og til dæmis þvottinum. Til þess að ég gæti gengist við því að ég var ekki jafn duglegur og ég hélt að ég væri og til þess að ég gæti mætt henni í okkar sambandi þá fann ég að ég þurfti að díla við mitt tilfinningalíf. Hvað meinar þú með því? Hvernig ég upplifði og túlkaði það sem hún var að biðja um. Ég held að við karlmenn upplifum oft árás, þegar makinn okkar er kannski bara að biðja okkur um að tengjast sér, vera með sér í hlutunum, vera saman í liði. Ég sá bara að ég þurfti að leita mér sálfræðimeðferðar og díla við sjálfan mig til þess að geta verið virkur sambýlismaki. Það sést að Þorsteinn á ekki beint erfitt með að tala um þetta en þó virðist glitta í einhvers konar eftirsjá. Röddin er aðeins lægri og það veður ekki eins mikið á honum. „Ég hef ofmetið mitt eigið framlag til heimilisins.“ Skiptir ekki mestu máli hvað við segjum, heldur hvað við gerum Af hverju heldur þú að þetta gerist? Að konur taki meiri ábyrgð á heimilislífinu og karlar virðist ekki sjá það? Ég átta mig á því að spurningin mín er töluvert gildishlaðin, en leyfi henni að standa. „Við getum skoðað þetta út frá kenningum um karlmennsku og kvenleika. Þá passar þetta algjörlega þar inn. Hvernig lærum við kvenleika og karlmennsku? Það eru margir foreldrar og kennarar sem viðurkenna að þeir hafa komið mismunandi fram við börn sín eftir kyni. Kvenleikinn snýst um að taka ábyrgð, vanda sig, hjúkra og láta lítið fyrir sér fara. Svo þegar við eldumst þá tökum við þetta með okkur inn í samböndin.“ Er þetta þá ómeðvituð hegðun að þínu mati? „Já, ómeðvituð lærð hegðun. Eitthvað sem gerist því þetta er eitthvað sem við höfum alist upp við og eitthvað sem erfist frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Það er ekki svo langt síðan að konur sinntu bara þessum störfum svo að það er ekkert fjarstæðukennt af hverju þetta er svona í dag.“ Þess vegna tek ég undir það sem ég heyrði einhvers staðar að það skiptir ekki mestu máli hvað við segjum, heldur hvað við gerum. Og þá er ég að tala um í uppeldi, að börnin sjái foreldra sína í öðrum hlutverkum en þessum hefðbundnu kynhlutverkum. Þorsteinn heldur áfram að tala út frá sambandinu sínu. Það kemur á óvart hversu óhræddur hann er að tala einlægt um sína upplifun, tilfinningar og eigin mistök á svona persónulegan hátt, verandi karlmaður og allt það. „Sem dæmi úr mínu lífi þá gat ég ekki skilið hvers vegna konan mín vildi að við tækjum helgina í að þrífa og taka til heima þegar hún var heima alla vikuna með barnið okkar í fæðingarorlofi. Ég skildi þetta ekki fyrr en ég var í svipaðri stöðu sjálfur, heima í fæðingarorlofi með dóttur okkar. Þá fattaði ég að ég hafði hvorki orku né tíma til þess að þrífa heimilið með barnið.“ Hversu ömurlegt er það að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana? Allir verðandi foreldrar ættu að fá faglegan stuðning Á þessum tíma segist hann hafa byrjað að opna augu sín fyrir því sem kallast mental-load en mental-load hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið misseri. „Ég fann hvernig ég var meðvitundarlaus um mitt framlag á móti hennar. Ég fer á þessum tíma sjálfur til sálfræðings og við sömuleiðis í pararáðgjöf. Þetta ferli fékk mig til þess að opna augu mín miklu betur en ég vil samt að það komi fram að ég er alls ekki fullkominn í þessu. Það er ennþá miklu meira mental-load á konunni minni þótt ég geri mitt besta.“ Þorsteinn og kona hans Hulda Jónsdóttir Tölgyes hafa talað um það sem kallast mental-load í samböndum. Hans trú er að allir þeir sem ætli sér að eiga börn saman þurfi að fá faglega ráðgjöf til þess að mætast sem par. Getur þú nefnt dæmi? „Já, það er meira sem hún ber ábyrgð á. Sem hún skipuleggur í höfðinu á sér og ég slepp við. Þegar við förum í búð til að kaupa föt handa börnunum þá man hún stærðirnar, ekki ég. Hún minnir mig á það að hringja í ömmu og afa og svo framvegis. En okkur hefur samt tekist ágætlega að leysa þetta praktíska þar sem núna er skilningur og vilji.“ Við ræðum um þessa ábyrgð og hvað þarf til þess að dreifa henni betur. Til að mætast þar þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – Ég í alvöru held það. Auðvitað eru alltaf einhver tilvik þar sem fólk áttar sig á því að það á bara hreinlega ekki saman. Við tölum um pararáðgjöfina og veltum því upp af hverju konur séu yfirleitt líklegri til þess að stinga upp á því að fara í pararáðgjöf. „Ég held líka að ástæðan sé að miklu leyti sú að karlmenn upplifa sig oft svo seka og í svo miklum órétti. Vissulega er það kannski oft þannig en í samskiptum þá er þetta ekki bara one-way.“ Hann segir ekki óalgengt að karlmenn séu tregari til þess að fara í ráðgjöf og að þeir vilji helst vita lausnina áður en þeir fara. „Ég og konan mín vorum ekkert að glíma við brjáluð vandamál eins og að vilja skilja eða eitthvað slíkt. Við sáum bara að við þurftum aðstoð svo að við myndum ekki lenda í þessu djöflatali þar sem við köllum fram hjá hvort öðru þessi neikvæðu samskipti. Við vildum bara í einlægni fá úrlausn til að læra betur á hvort annað. Við erum ólík, með ólíkar þarfir og samskiptahætti. Ég verð að vita það hvað það er sem triggerar hana og öfugt. Við vildum ekki fjarlægjast og lærðum því betri taktík til þess að geta unnið saman. Í dag er ég miklu meðvitaðri um mína hegðun og held áfram að læra og vanda mig. Ég þykist ekkert vera fullkominn.“ Tíminn er runnin frá okkur og það nokkuð ljóst að umræðuefnið er stærra og meira en kemst í eitt viðtal. Þorsteinn hefur frá mörgu að segja og mörgu að miðla og er greinilegt að hér er á ferð mikill hugsjónarmaður sem ætlar sér hafa áhrif á framtíðina og komandi kynslóðir. Þorsteinn ásamt konu sinni Huldu og börnunum þeirra Ólafi Ísak og Tinnu Tölgyes.
Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn Makamál Einhleypir undir pressu að finna ástina Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira