NBA dagsins: Chris Paul komst í fámennan klúbb með hollí hú sendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Chris Paul fékk flottar móttökur eftir að hann gaf stoðsendingu númer tíu þúsund. AP/Rick Scuteri Chris Paul varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að gefa tíu þúsund stoðsendingar en því náði hann í leik með Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers. „Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021) NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
„Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021)
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira