Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:29 Skipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag. Staðfest er að tíu séu með COVID-19. Vísir/Vilhelm Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“ Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54