Sigurlína hefur unnið við framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 10:31 Sigurlína hefur verið í tölvuleikjabransanum frá árinu 2006. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir er án vafa sá Íslendingur sem hefur náð hvað lengst í heimi tölvuleikjaframleiðslu og stjórnaði til að mynda framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA. Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“ Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira
Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“
Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira