Sigurlína hefur unnið við framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 10:31 Sigurlína hefur verið í tölvuleikjabransanum frá árinu 2006. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir er án vafa sá Íslendingur sem hefur náð hvað lengst í heimi tölvuleikjaframleiðslu og stjórnaði til að mynda framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA. Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“ Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“
Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira