„Missti töluna“ og vissi ekki að hann gat náð metinu hjá Boston Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 07:31 Jaylen Brown var sjóðandi heitur í sigri Boston Celtics í nótt. AP/Michael Dwyer Lið Los Angeles Lakers byrjar ekki vel án LeBrons James og Jaylen Brown var með skotsýningu í sigri Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook og Nikola Jokic voru báðir með þrennur í tapleikjum. Chris Paul gaf stoðsendingu númer tíu þúsund í sigri Phoenix Suns. Jaylen Brown átti stórleik þegar Boston Celtics endaði þriggja leikja taphrinu með 112-96 sigri á Orlando Magic. Brown skoraði 34 stig en hann setti niður tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Jayson Tatum var síðan með 23 stig. Jaylen Brown (@FCHWPO) drains a career-high 10 triples in the @celtics win! pic.twitter.com/Mn0CF0EkE5— NBA (@NBA) March 21, 2021 Brown hitti úr 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum og var einum þristi frá því að jafna félagsmet Marcus Smart sem hitti einu sinni úr 11 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leik með Boston. Nikola Vucevic var með 22 stig og 13 fráköst fyrir Orlando. Boston liðið skoraði alls 23 þrista í leiknum. „Ég missti töluna um tíma. Ég vildi óska þess að einhver hefði sagt mér frá metinu. Ég hefði tekið fimm eða sex skot til að vera öruggur með að ná metinu hans Marcus,“ sagði Jaylen Brown léttur eftir leikinn. @CP3 drops a triple-double and becomes the 6th player in NBA history with 10,000 career assists in the @Suns win!11 PTS | 10 REB | 13 AST | 3 STL pic.twitter.com/TBoofW92Uk— NBA (@NBA) March 22, 2021 Devin Booker og Deandre Ayton voru báðir með 26 stig og Chris Paul bætti við þrennu (11 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar) þegar Phoenix Suns vann 111-94 sigur á Los Angeles Lakers. Suns menn komust þarn með leik á undan Lakers í öðru sæti Vesturdeildarinnar Lakers liðið lék þarna sinn fyrsta leik eftir að liðið missti LeBron James í alvarleg ökklameiðsli og byrjaði ekki vel. Montrezl Harrell var stigahæstur með 23 stig en skoraði 22 stig. Chris Paul gaf sína tíu þúsundustu stoðsendingu á ferlinum í leiknum og var aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því. Congrats to @CP3 of the @Suns for becoming the 6th player in NBA history to reach 10,000 ASSISTS! pic.twitter.com/r9nQwwfHcT— NBA (@NBA) March 22, 2021 8-9 from DEEP for LUKA @luka7doncic (37 PTS) heats up from behind the arc in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/HF6carHpfj— NBA (@NBA) March 22, 2021 Luka Doncic skoraði 37 stig í þremur leikhlutum þegar Dallas Mavericks vann 132-92 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic lék aðeins í 29 mínútur en hann hitti úr 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Josh Richardson var með 21 stig fyrir Dallas en hjá Portland var Damian Lillard atkvæðamestur með 19 stig. BLAKE THROWS DOWN HIS 1ST @BrooklynNets BUCKET! pic.twitter.com/1SS6JPN3Ls— NBA (@NBA) March 22, 2021 Kyrie Irving var með 28 stig og James Harden bætti við 26 stigum þegar Brooklyn Nets vann 113-106 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik Blake Griffin með Nets liðinu. Blake Griffin skoraði eina körfu þegar hann tróð boltanum í körfuna en það var hans fyrsta troðsla síðan 2019. Russell Westbrook var með þrennu hjá Wizards, skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Kyrie, Harden power @BrooklynNets! @KyrieIrving: 28 PTS, 6 AST, 3 STL @JHarden13: 26 PTS, 8 AST, 3 STL pic.twitter.com/rf6OszHx74— NBA (@NBA) March 22, 2021 Houston Rockets tapaði tuttugasta leiknum í röð þegar liðið lá 114-112 á móti Oklahoma City Thunder á heimavelli. Þetta er níunda versta taphrinan í sögu NBA og það lengsta síðan að Philadelphia 76ers tapaði 28 leikjum í röð árið 2015. 30 for @B_Ingram13.30 for @Zionwilliamson.W for @PelicansNBA. pic.twitter.com/pvfUO75VuC— NBA (@NBA) March 21, 2021 Brandon Ingram og Zion Williamson voru báðir með 30 stig þegar New Orleans Pelicans vann 113-108 sigur á Denver Nuggets en það dugði ekki heimamönnum í Denver að Nikola Jokic var með þrennu, 29 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var ellefta þrenna Jokic á tímabilinu. Tobias Harris tryggði toppliði Philadelphia 76ers 101-100 sigur á New York Knicks þegar 5,3 sekúndur voru eftir af framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot. Þetta var áttundi sigur 76ers liðsins í síðustu tíu leikjum og liðið er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. 36 points for @CollinSexton02 in the @cavs home win! pic.twitter.com/BNry12ktxi— NBA (@NBA) March 22, 2021 Úrslitin í NBA-deildinnni í nótt: Boston Celtics - Orlando Magic 112-96 Miami Heat - Indiana Pacers 106-109 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 112-114 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 108-113 Brooklyn Nets - Washington Wizards 113-106 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 116-105 Detroit Pistons - Chicago Bulls 86-100 New York Knicks - Philadelphia 76ers 100-101 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 111-94 Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 92-132 The updated NBA standings through Week 13! pic.twitter.com/NQ8gt3w1Rz— NBA (@NBA) March 22, 2021 NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Jaylen Brown átti stórleik þegar Boston Celtics endaði þriggja leikja taphrinu með 112-96 sigri á Orlando Magic. Brown skoraði 34 stig en hann setti niður tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Jayson Tatum var síðan með 23 stig. Jaylen Brown (@FCHWPO) drains a career-high 10 triples in the @celtics win! pic.twitter.com/Mn0CF0EkE5— NBA (@NBA) March 21, 2021 Brown hitti úr 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum og var einum þristi frá því að jafna félagsmet Marcus Smart sem hitti einu sinni úr 11 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leik með Boston. Nikola Vucevic var með 22 stig og 13 fráköst fyrir Orlando. Boston liðið skoraði alls 23 þrista í leiknum. „Ég missti töluna um tíma. Ég vildi óska þess að einhver hefði sagt mér frá metinu. Ég hefði tekið fimm eða sex skot til að vera öruggur með að ná metinu hans Marcus,“ sagði Jaylen Brown léttur eftir leikinn. @CP3 drops a triple-double and becomes the 6th player in NBA history with 10,000 career assists in the @Suns win!11 PTS | 10 REB | 13 AST | 3 STL pic.twitter.com/TBoofW92Uk— NBA (@NBA) March 22, 2021 Devin Booker og Deandre Ayton voru báðir með 26 stig og Chris Paul bætti við þrennu (11 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar) þegar Phoenix Suns vann 111-94 sigur á Los Angeles Lakers. Suns menn komust þarn með leik á undan Lakers í öðru sæti Vesturdeildarinnar Lakers liðið lék þarna sinn fyrsta leik eftir að liðið missti LeBron James í alvarleg ökklameiðsli og byrjaði ekki vel. Montrezl Harrell var stigahæstur með 23 stig en skoraði 22 stig. Chris Paul gaf sína tíu þúsundustu stoðsendingu á ferlinum í leiknum og var aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því. Congrats to @CP3 of the @Suns for becoming the 6th player in NBA history to reach 10,000 ASSISTS! pic.twitter.com/r9nQwwfHcT— NBA (@NBA) March 22, 2021 8-9 from DEEP for LUKA @luka7doncic (37 PTS) heats up from behind the arc in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/HF6carHpfj— NBA (@NBA) March 22, 2021 Luka Doncic skoraði 37 stig í þremur leikhlutum þegar Dallas Mavericks vann 132-92 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic lék aðeins í 29 mínútur en hann hitti úr 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Josh Richardson var með 21 stig fyrir Dallas en hjá Portland var Damian Lillard atkvæðamestur með 19 stig. BLAKE THROWS DOWN HIS 1ST @BrooklynNets BUCKET! pic.twitter.com/1SS6JPN3Ls— NBA (@NBA) March 22, 2021 Kyrie Irving var með 28 stig og James Harden bætti við 26 stigum þegar Brooklyn Nets vann 113-106 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik Blake Griffin með Nets liðinu. Blake Griffin skoraði eina körfu þegar hann tróð boltanum í körfuna en það var hans fyrsta troðsla síðan 2019. Russell Westbrook var með þrennu hjá Wizards, skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Kyrie, Harden power @BrooklynNets! @KyrieIrving: 28 PTS, 6 AST, 3 STL @JHarden13: 26 PTS, 8 AST, 3 STL pic.twitter.com/rf6OszHx74— NBA (@NBA) March 22, 2021 Houston Rockets tapaði tuttugasta leiknum í röð þegar liðið lá 114-112 á móti Oklahoma City Thunder á heimavelli. Þetta er níunda versta taphrinan í sögu NBA og það lengsta síðan að Philadelphia 76ers tapaði 28 leikjum í röð árið 2015. 30 for @B_Ingram13.30 for @Zionwilliamson.W for @PelicansNBA. pic.twitter.com/pvfUO75VuC— NBA (@NBA) March 21, 2021 Brandon Ingram og Zion Williamson voru báðir með 30 stig þegar New Orleans Pelicans vann 113-108 sigur á Denver Nuggets en það dugði ekki heimamönnum í Denver að Nikola Jokic var með þrennu, 29 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var ellefta þrenna Jokic á tímabilinu. Tobias Harris tryggði toppliði Philadelphia 76ers 101-100 sigur á New York Knicks þegar 5,3 sekúndur voru eftir af framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot. Þetta var áttundi sigur 76ers liðsins í síðustu tíu leikjum og liðið er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. 36 points for @CollinSexton02 in the @cavs home win! pic.twitter.com/BNry12ktxi— NBA (@NBA) March 22, 2021 Úrslitin í NBA-deildinnni í nótt: Boston Celtics - Orlando Magic 112-96 Miami Heat - Indiana Pacers 106-109 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 112-114 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 108-113 Brooklyn Nets - Washington Wizards 113-106 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 116-105 Detroit Pistons - Chicago Bulls 86-100 New York Knicks - Philadelphia 76ers 100-101 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 111-94 Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 92-132 The updated NBA standings through Week 13! pic.twitter.com/NQ8gt3w1Rz— NBA (@NBA) March 22, 2021
Úrslitin í NBA-deildinnni í nótt: Boston Celtics - Orlando Magic 112-96 Miami Heat - Indiana Pacers 106-109 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 112-114 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 108-113 Brooklyn Nets - Washington Wizards 113-106 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 116-105 Detroit Pistons - Chicago Bulls 86-100 New York Knicks - Philadelphia 76ers 100-101 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 111-94 Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 92-132
NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira