Í dag klukkan 09:37 eru vorjafndægur, sólin þar með beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt eru um það bil jafnlöng. Með þau gleðitíðindi í farteskinu kynnum við til leiks tuttugustu og aðra útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu laufléttar spurningar.
Ætlarðu að horfa á Óskarinn? Og er það þá Gísli Darri eða Húsavík sem laðar að? Fylgdistu með Skrekk? Stendurðu í þínum eigin smitrakningarrannsóknum um leið og smit utan sóttkvíar kemur upp?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.