Leikurinn í Origo-höllinni í gær var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Allur ágóði af miðasölu leiksins rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum.
Í þættinum ræddi Kjartan Atli Kjartansson við Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna, Berg Ástráðsson og Jón Arnór Stefánsson, leikmenn Vals, og Svala Björgvinsson, formann körfuknattleiksdeildar Vals.
Þá ræddi Svali við Önnu Sif Ingimarsdóttur, ekkju Lárusar Dags Pálssonar, fyrrverandi leikmanns Vals og Tindastóls.
Allan þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.