Ómótstæðilegt páskanammi frá Omnom Omnom 22. mars 2021 08:45 Saga Omnom rekur sig aftur um sjö ár þegar Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson opnuðu litla súkkulaðigerð úti á Granda. Síðan þá hefur fjölgað hressilega í starfsmannahópnum og Omnom súkkulaðið fæst nú í Bandaríkjunum og bráðum í Kína. Páskanammið frá Omnom þetta árið er sannkallað konfekt fyrir bæði auga og munn. Páskagular súkkulaðimöndlur og ísréttur að hætti Mr. Carrot marka upphaf páskanna hjá súkkulaðgerðinni Omnom. Vefverslun vikunnar á Vísi er Omnom.is. „Mr. Carrot eða Hr. Gulrót, súkkulaðikanínan okkar sem við höfum jafnan framleitt fyrir páska verður því miður fjarverandi í ár en í staðinn kynnum við nýtt páskanammi í hans anda, mjólkursúkkulaðihúðaðar möndlur með mangó og ástaraldin auk ísréttar sem er samsettur úr gulrótar- og ostaköku,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn eigenda Omnom. Gulu súkkulaðimöndlurnar eru eins og lítil páskaegg. Páskavörurnar eru sannkallað konfekt fyrir bæði augu og munn. Möndlurnar líta út eins og lítil páskaegg og sætan frá mangóinu og sýran í ástaraldinum blandast fullkomlega saman við flauelsmjúka áferðina og sætuna úr mjólkursúkkulaðinu á söltuðum og ristuðum möndlunum. Við ísgerðina var tveimur uppáhalds kökum Hr. Gulrótar blandað saman, bakaðri ostaköku sem svipar til brenndrar Basque ostaköku sem búið er að rúlla upp úr hvítu súkkulaði, og gulrótarostaköku með kremi úr gulrótar- og mandarínusafa, blandað krydduðu hvítu súkkulaði. Ísinn er síðan toppaður með muldu hafrakexi og karamelluðum pekanhnetum. Við ísgerðina var tveimur uppáhalds kökum Hr. Gulrótar blandað saman. Eftir þessar lýsingar kemur ekki á óvart að vel heppnuð tilraunagleði einkennir framleiðsluna í súkkulaðiverksmiðjunni. Kjartan segir hvern einasta starfsmann Omnom taka þátt í vöruþróun, hvort sem þeir starfa í bókhaldinu eða í framleiðslunni. „Við leggjum mikla áherslu á að kenna öllum sem hefja störf hjá okkur að búa til sitt eigið súkkulaði enda er súkkulaði og að vinna beint úr kakóbaunum, okkar DNA. Við erum alltaf með tipp topp hráefni og þessi tilraunastarfsemi gefur góða raun. Það hafa ýmsar skrítnar hugmyndir verið prófaðar í gegnum tíðina og margar ratað í framleiðslu. Við erum alltaf með súkkulaði á kaffistofunni, líka frá öðrum framleiðendum svo við verðum ekki leið á okkur sjálfum,“ segir hann sposkur. „Það er sérstaklega skemmtilegt að gera tilraunir í ísbúðinni okkar á Hólmaslóð 4 því þar komast nýjar hugmyndir fljótt í framkvæmd og skemmtilegt að sjá kúnnahópinn sem þar hefur myndast. Við stefnum á að auka úrvalið enn meira í ísbúðinni í sumar og kynna að auki spennandi nýjungar í verslunum.“ Saga Omnom rekur sig aftur um sjö ár þegar tveir vinir opnuðu litla súkkulaðigerð úti á Granda. Síðan þá hefur fjölgað hressilega í starfsmannahópnum og Omnom súkkulaðið fæst nú í Bandaríkjunum og bráðum í Kína. Umfjöllun stjörnunnar Zac Efron um súkkulaðið á Netflix gerði allt vitlaust. „Það hefur gengið á ýmsu síðan við byrjuðum og fyrirtækið vaxið hratt. Það stefndi reyndar í óefni hjá okkur þegar covid hófst og ferðamannaiðnaðurinn lagðist í dvala. Það snerist hinsvegar rækilega við þegar Zac Efron fjallaði um okkur. Salan rauk upp í Bandaríkjunum og hefur haldist stöðug síðan. Við erum einnig mjög spennt fyrir útflutningi til Kína sem er á döfinni hjá okkur,“ segir Kjartan. Nánari upplýsingar eru inni á vefverslun Omnom. Þar fást allar vörur Omnom og páskavörurnar eru komnar þar inn. Ef verslað er yfir 7500 krónur er frí heimsending innan lands. Einnig er hægt að sækja í verslun. Matur Páskar Lífið Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Páskagular súkkulaðimöndlur og ísréttur að hætti Mr. Carrot marka upphaf páskanna hjá súkkulaðgerðinni Omnom. Vefverslun vikunnar á Vísi er Omnom.is. „Mr. Carrot eða Hr. Gulrót, súkkulaðikanínan okkar sem við höfum jafnan framleitt fyrir páska verður því miður fjarverandi í ár en í staðinn kynnum við nýtt páskanammi í hans anda, mjólkursúkkulaðihúðaðar möndlur með mangó og ástaraldin auk ísréttar sem er samsettur úr gulrótar- og ostaköku,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn eigenda Omnom. Gulu súkkulaðimöndlurnar eru eins og lítil páskaegg. Páskavörurnar eru sannkallað konfekt fyrir bæði augu og munn. Möndlurnar líta út eins og lítil páskaegg og sætan frá mangóinu og sýran í ástaraldinum blandast fullkomlega saman við flauelsmjúka áferðina og sætuna úr mjólkursúkkulaðinu á söltuðum og ristuðum möndlunum. Við ísgerðina var tveimur uppáhalds kökum Hr. Gulrótar blandað saman, bakaðri ostaköku sem svipar til brenndrar Basque ostaköku sem búið er að rúlla upp úr hvítu súkkulaði, og gulrótarostaköku með kremi úr gulrótar- og mandarínusafa, blandað krydduðu hvítu súkkulaði. Ísinn er síðan toppaður með muldu hafrakexi og karamelluðum pekanhnetum. Við ísgerðina var tveimur uppáhalds kökum Hr. Gulrótar blandað saman. Eftir þessar lýsingar kemur ekki á óvart að vel heppnuð tilraunagleði einkennir framleiðsluna í súkkulaðiverksmiðjunni. Kjartan segir hvern einasta starfsmann Omnom taka þátt í vöruþróun, hvort sem þeir starfa í bókhaldinu eða í framleiðslunni. „Við leggjum mikla áherslu á að kenna öllum sem hefja störf hjá okkur að búa til sitt eigið súkkulaði enda er súkkulaði og að vinna beint úr kakóbaunum, okkar DNA. Við erum alltaf með tipp topp hráefni og þessi tilraunastarfsemi gefur góða raun. Það hafa ýmsar skrítnar hugmyndir verið prófaðar í gegnum tíðina og margar ratað í framleiðslu. Við erum alltaf með súkkulaði á kaffistofunni, líka frá öðrum framleiðendum svo við verðum ekki leið á okkur sjálfum,“ segir hann sposkur. „Það er sérstaklega skemmtilegt að gera tilraunir í ísbúðinni okkar á Hólmaslóð 4 því þar komast nýjar hugmyndir fljótt í framkvæmd og skemmtilegt að sjá kúnnahópinn sem þar hefur myndast. Við stefnum á að auka úrvalið enn meira í ísbúðinni í sumar og kynna að auki spennandi nýjungar í verslunum.“ Saga Omnom rekur sig aftur um sjö ár þegar tveir vinir opnuðu litla súkkulaðigerð úti á Granda. Síðan þá hefur fjölgað hressilega í starfsmannahópnum og Omnom súkkulaðið fæst nú í Bandaríkjunum og bráðum í Kína. Umfjöllun stjörnunnar Zac Efron um súkkulaðið á Netflix gerði allt vitlaust. „Það hefur gengið á ýmsu síðan við byrjuðum og fyrirtækið vaxið hratt. Það stefndi reyndar í óefni hjá okkur þegar covid hófst og ferðamannaiðnaðurinn lagðist í dvala. Það snerist hinsvegar rækilega við þegar Zac Efron fjallaði um okkur. Salan rauk upp í Bandaríkjunum og hefur haldist stöðug síðan. Við erum einnig mjög spennt fyrir útflutningi til Kína sem er á döfinni hjá okkur,“ segir Kjartan. Nánari upplýsingar eru inni á vefverslun Omnom. Þar fást allar vörur Omnom og páskavörurnar eru komnar þar inn. Ef verslað er yfir 7500 krónur er frí heimsending innan lands. Einnig er hægt að sækja í verslun.
Nánari upplýsingar eru inni á vefverslun Omnom. Þar fást allar vörur Omnom og páskavörurnar eru komnar þar inn. Ef verslað er yfir 7500 krónur er frí heimsending innan lands. Einnig er hægt að sækja í verslun.
Matur Páskar Lífið Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent